Svalbarðsstrandarhreppur vinnur nú að því að koma upp glæsilegu útivistarsvæði neðan Gróðurreits. Markmiðið er að skapa skemmtilegan samkomustað fyrir íbúa og gesti, þar sem allir geta notið útiveru og samveru í fallegu umhverfi.
Laugardaginn 6. september verður réttað í Geldingsárrétt. Fjallskilastjóri reiknar með að fjörið í réttinni verði mest í kringum klukkan 13 til 15, en það fer að sjálfsögðu eftir því hvernig smölun gengur.