Styrkir til menntunar og menningar.

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Akureyri heim og býður til hádegisfundar í Hofi á Akureyri kl. 12–13 miðvikudaginn 4.maí í samstarfi við SSNE.

Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana, svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig og æskulýðsmál, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, og Uppbyggingarsjóðs EES.

Við hvetjum sveitarfélög, skóla, fræðsluaðila, menningarstofnanir, æskulýðsgeirann, fyrirtæki, ungt fólk og öll önnur sem áhuga hafa á alþjóðasamstarfi að nýta tækifærið og taka þátt. Starfsfólk Rannís verður svo til taks eftir kynningarnar fyrir þau sem vilja ræða möguleikana í norrænu og evrópsku samstarfi nánar.

Boðið verður upp á gómsæta súpu og því biðjum við fólk að skrá sig.

Skrá þátttöku

Frekari upplýsingar um fundinn veita Eva Einarsdóttir hjá Rannís og Hildur Halldórsdóttir hjá SSNE.
eva.einarsdottir@rannis.is, sími: 691 3351
hildur@ssne.is, sími: 859 3825