Fundarboð 142. fundur 05.11.24

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2410005 - Tjarnartún 4 - óveruleg breyting á DSK, leiðrétting á lóðarstærð

 

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Svalbarðseyri þar sem stærð lóðarinnar Tjarnartúns 4 (L226789) verði leiðrétt. Lóðin er 966 m² samkvæmt gildandi deiliskipulagi og Fasteignaskrá en eftir leiðréttingu verður hún 1017 m².

 

   

2.

2410013 - Sunnuhlíð 3 L152940 - umsókn um stofnun lóðarinnar Fagrahlíð

 

Landeigendur Sunnuhlíðar 3 (L152940) sækja um að fá að stofna 2970 m² lóð úr jörðinni vegna áforma um að byggja frístundahús á lóðinni. Jafnframt er sótt um að lóðin fengi staðfangið Fagrahlíð. Merkjalýsing, unnin af Hákoni Jenssyni dags. 20.09.2024 fylgir erindinu ásamt F-550 umsókn.

 

   

3.

2310002 - Kotabyggð 26 - beiðni um deiliskipulagsbreytingu

 

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 12. september sl. að vísa beiðni um deiliskipulagsbreytingu á Kotabyggð 26, í grendarkynningu, þar sem lóðinni yrði breytt í íbúðarhúsalóð þar sem heimilt yrði að reisa eitt íbúðarhús ásamt gestahúsi þar sem hámarks byggingarmagn yrði 300 m². Grenndarkynningunni lauk 18. október sl. og bárust athugasemdir á grenndarkynninartímabilinu sem eru nú til umfjöllunar.

 

   

4.

2306004 - Leifshús sælureitur

 

Kynningu aðal- og deiliskipulagstillaga er lokið vegna frístundabyggðar í landi Leifshúsa og var skipulagshönnuðum falið að uppfæra tillögurnar m.t.t. umsagna sem bárust, uppfærðartillögur liggja fyrir fundinum.
Aðalskipulagstillagan er unnin af Teikna- Teiknistofu arkitekta dags. 16.04.2024 en deiliskipulagstillagan er unnin af Búgarði dags. 30.05.2023. Innviðaráðuneytið óskar jafnframt eftir rökstuðningi sveitarstjórnar fyrir því hvaða sérstöku aðstæður liggja fyrir því að ekki sé hægt að fylgja ákvæðum d-liðar gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 á skipulagssvæðinu.

 

   

5.

2411001 - Umsókn um stöðuleyfi

 

Klettabjörg ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur gámum við Ásgarð.

 

   

6.

2410009 - Borgartún

 

Atvinnuhúsnæði á Svalbarðseyri.

 

   

7.

1407119 - Fráveita Svalbarðseyrar

 

Fráveitumál á Svalbarðseyri.

 

   

8.

2410011 - Samningur um almennings bókasafn

 

Lagður fyrir þjónustusamningur milli Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um rekstur almenningsbókasafns.

 

   

9.

2410007 - Okkar heimur

 

Erindi frá Okkar heimur, fjölskyldusmiðjur og stuðningsúrræði.

 

   

10.

1407092 - Flugklasinn 66N

 

Markaðsstofa Norðurlands, óskað eftir stuðningi við Flugklasann Air 66N árið 2025.

 

   

11.

2410010 - Valsárhverfi staða á gatnagerð og lóðaúthlutun.

 

Valsárhverfi gatnagerð og lóðaúthlutun.

 

   

12.

2410012 - Stígamót styrk beiðni

 

Erindi frá Stígamótum óskað eftir fjárstuðningi.

 

   

13.

2211009 - Áramótabrenna og flugeldasýning

 

Björgunarsveitin Týr óskar eftir leyfi fyrir flugeldasýningu og áramótabrennu.

 

   

Fundargerðir til staðfestingar

14.

2410001F - Skólanefnd - 31

 

   

Fundargerðir til kynningar

15.

2208016 - Fundargerðir HNE

 

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 238 lögð fram til kynningar.

 

   

16.

2203006 - Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa

 

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingafulltrúa nr. 79 og 80 lagðar fram til kynningar.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir tengd Svalbarðsstrandarhreppi.
Þórsmörk 3 - gestahús 2024 - 2403006
Stompur ehf. kt. 640820-1520, Þórsmörk 3, 606 Akureyri sækir um byggingarheimild til
að staðsetja um 37,7 fermetra gestahús á lóðinni Þórsmörk 3 (L222405),
Svalbarðsstrandarhreppi en gestahúsið er þegar byggt og stóð áður í landi Geldingsár.
Erindinu fylgja uppdrættir frá Þóri Guðmundssyni hjá teiknistofu Þ.Guðmundsson, dags.
02.03.2024.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

17.

2001007 - Almannavarnarnefnd

 

Fundargerð haustfundar almannavarnarnefndar á Norðurlandi eystra lögð frama til kynningar.

 

   

18.

2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2024

 

Fundargerð stjórnar sambands ískenskra sveitarfélaga nr.953 lögð fram til kynningar.

 

   

19.

2105001 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir

 

Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags 20. sept 2024 lögð fram. í lið 13. Nefndin kallar eftir viðbrögðum frá sveitarsélögum varðandi hugmyndir um sameiginlega skipulagsskrifstofu.

 

   

20.

2202008 - Hafnarsamlag fundargerðir

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 291 lögð fram til kynningar.