Opnunartími:
Sundlaug Svalbarðsstrandar er opin fyrir almenningi á tímabilinu júní til ágúst ár hvert. Opnunartími sumarið 2024 er sem hér segir:
Sunnudaga Mánudaga Þriðjudaga Miðvikudaga Fimmtudaga |
kl. 16-20 kl. 16-20 kl. 16-20 kl. 16-20 kl. 16-20 |
Gjaldskrá:
Aðgangur á opnunartíma. Engin gjaldtaka
Aðgangsreglur:
Börn yngri en 10 ára þurfa að vera í fylgd með syndum einstaklingi, 15 ára eða eldri. Miðað er við afmælisdag barns. Hver fullorðinn má hafa með sér tvö börn, nema ef um foreldri/forráðamann sé að ræða, þá má hafa fleiri. Sjá nánar í reglugerð um hollusthætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010.
Um sundlaugina
Sundlaugarkerið er 6m x 12,5m. Dýpi er mest 1,2m og minnst 0,8m. Einn heitur pottur er á sundlaugarsvæðinu. Vatnsskipti í lauginn verða á 19,2 klst. eða um 1,25 sinnum á sólarhring. Lítinn klór þarf því að nota í laugina til sótthreinsunar.
Efni yfirfarið 18.07.2024