Sorphirða

Sorphirðudagatal 2025

Flokkunarleiðbeiningar

Instructions in English

Instrukcje w języku polskim

Fræðslumyndbönd

Algengar spurningar um aðgang að gámasvæðinu

Svalbarðsstrandarhreppur leggur hverju heimili til tvær 240 l tunnur og 35 l ílát fyrir lífrænan úrgang. Gráa tunnan er fyrir almennt sorp og tunnan með græna lokinu er fyrir endurvinnanlegan úrgang (endurvinnslutunnan). Ílátið fyrir lífrænan úrgang fellur inn í gráu tunnuna. Lífræna úrganginum skal safnað í maíspoka sem svo er hent í hólfið.

Sorpgámar eru staðsettir á tveimur stöðum í sveitarfélaginu. Gámarnir eru ætlaðir öllum þeim sem borga sorphirðugjald í sveitarfélaginu, þ.e. heimilum, sveitabæjum og notendum frístundahúsa. Á gámasvæði í Kotabyggð (við Veigastaðaveg) er gámur fyrir almennt sorp, endurvinnanlegan úrgang og lífrænan úrgang. Á gámasvæðinu á Svalbarðseyri eru gámar fyrir almennt sorp, brotamálma, timbur, dagblöð, bylgjupappa og fleira. Þeir sem setja rusl í gámana eru beðnir að flokka rétt svo ávinningurinn af flokkuninni tapist ekki.

Opnunartími gámasvæðisins á Svalbarðseyri er eftirfarandi:

Þriðjudagar...........................13:00-17:00       
Fimmtudagar........................13:00-17:00  
Laugadagar...........................13:00-17:00  

Fyrirtæki í Svalbarðsstrandarhreppi sjá sjálf um að skila sorpi til viðurkenndra mótttökuaðila og greiða fyrir sorpförgun. Þó geta fyrirtæki samið við sveitarfélagið um sorpförgun gegn gjaldi sem tekur mið af magni þess sorps sem fellur til hjá viðkomandi fyrirtæki. Óskum um slíka samning skal beina til sveitarstjóra. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að rukka þá sem staðnir eru að misnotkun gámasvæðanna fyrir sorplosun.

Terra - Norðurland (áður Gámaþjónusta Norðurlands) sér um sorphirðu á Svalbarðsströnd. Sími: 414-0200.

Beiðni um aðgang að gámasvæðinu á Svalbarðseyri

Beiðni um að endursetja aðgang að gámasvæðinu á Svalbarðseyri


Efni yfirfarið 02.01.2025