Fréttir

Þitt atkvæði = þín rödd / Your vote = Your voice

Lived in Iceland for 3 years? You can vote in the municipal elections, short information meeting Saturday January 17th at 13:00 online or at Akureyri Municipal Library.

Verkefnastjóri byggingarmála

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE) auglýsir eftir aðila í 100% stöðu verkefnastjóra byggingarmála. Umsóknarfrestur er til 30. janúar nk.

Uppfært! Stutt rafmagnsleysi í Eyjafirði fimmtudaginn 8. janúar

Rarik tilkynnir breytt svæði rafmagnsleysis þar sem Svalbarðsströnd er utan lokunarsvæðis.

Jólakveðja

Svalbarðsstrandarhreppur óskar starfsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu.

Afhending iðnaðarhúss í Borgartúni

Svalbarðsstrandarhreppur fékk nú í desember afhent iðnaðarhús í Borgartúni. Kaupin eru hluti af heildstæðri framtíðarsýn um betri nýtingu húsnæðis og markvissa uppbyggingu þjónustu sveitarfélagsins.

Frístundastyrkur 2025

Við minnum á að sækja þarf um frístundastyrk barna og eldri borgara vegna 2025 fyrir áramót.

Rafmagnsleysi í Vaðlaheiði fimmtudaginn 18. des. frá kl. 13-15

Vegna vinnu við dreifistöðvar verður rafmagnslaust í hluta af Eyjafirði nálægt Halllandi og Vaðlabyggð frá kl. 13:00 til kl. 15:00 þann 18.12.2025. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana.

Frítt í Skógarböðin fyrir eldri borgara 15.–18. desember

Nú eru Skógarböðin í jólaskapi og bjóða eldri borgurum á Eyjafjarðarsvæðinu í heimsókn – að kostnaðarlausu.

Fundarboð 163. fundur 09.12.2025

163. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 9. desember 2025 kl. 14:00.