Fréttir

Gefins bækur

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps hefur verið lagt niður. Þriðjudaginn 14. janúar á milli 16:00 og 19:00, og 15. - 16. janúar á milli kl 11:00 og 14:00, geta íbúar mætt á skrifstofuna og tekið bækur.

Fundarboð 145. fundur 14.01.25

145. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 14. janúar 2025 kl. 14:00.

Byggjum samfélag til framtíðar

Árið 2024 var Svalbarðsstrandarhreppi og 510 íbúum hans farsælt. Rekstur er góður, afkoma samstæðu sveitarfélagsins jákvæð á árinu 2024. Áætlun næsta árs gerir ráð fyrir tekjuafgangi upp á 43,1 m.kr. af rekstri A-hluta og af samstæðu sveitarfélagsins (A+B) er áætlaður tekjuafgangur upp á 78,5 m.kr. Efnahagur er áfram sterkur. Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri og þjónustu sveitarfélagsins á árinu 2025.

Jólakveðja

Svalbarðsstrandarhreppur óskar starfsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu.

Frístundastyrkur 2024

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um frístundastyrk vegna ársins í ár.

Hvernig á að flokka jóla- og áramótaúrganginn

Terra umhverfisþjónusta hefur tekið saman helstu úrgangstegundir og leiðbeiningar hvernig best er að flokka til að ná hreinum straumum frá heimilum og fyrirtækjum.

Gjöf til Æskunnar

Í tilefni að opnun nýrrar félagsaðstöðu ungmennafélags Æskunnar, afhenti sveitarstjóri formanni Æskunnar gjöf frá sveitarfélaginu. Óskum við Ungmennafélaginu til hamingju með nýtt húsnæði.

Fundarboð 144. fundur sveitarstjórnar 03.12.24

144. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 3. desember 2024 kl. 14:00.

Kosning um nafn á félagsaðstöðu Æskunnar

Ungmennafélagið Æskan óskar eftir að íbúar velji á milli nafna á félagsaðstöðu Æskunnar á Svalbarðsströnd.