Fréttir

Orlofsferð húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu 2024

Flogið verður beint frá Akureyri til Prag 25. til 28. október. Umsóknarfrestur er til 10. júlí.

Fundarboð 137. fundur 26. júní 2024

137. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 26. júní 2024 kl. 14:00.

Kynning á breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar

Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins, Ráðhúsinu, miðvikudaginn 26. júní nk. milli kl. 13:00 og 15:00 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar og taka við athugasemdum um tillöguna.

Sumaropnun sundlaugar Svalbarðsstrandarhrepps

Sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps verður opnuð fyrir gesti miðvikudaginn 19. júní.

Kæri íbúi - Dear resident - Drodzy mieszkańcy

Hvaða þjónusta skiptir þig máli í þinni heimabyggð? Nú fer fram könnun meðal íbúa landsins vegna rannsókna á þjónustusókn sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar.

Gjöf til landsmanna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands 17. júní 2024

Forsætisráðuneytið í samvinnu við Forlagið hefur gefið út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. Íbúar Svalbarðsstrandarhrepps geta nálgast sitt eintak í ráðhúsinu á opnunartíma skrifstofu. 

Svalbarðsstrandarhreppur óskar eftir matráði í 100% stöðu.

Viltu vinna með skemmtilegu fólki, flottum nemendum í fölbreyttu starfi þar sem enginn dagur er eins? Þá viljum við fá þig í okkar lið. Matráður starfar í eldhúsi Valsárskóla sem sér um máltíðir fyrir grunnskólann Valsárskóla, leikskólann Álfaborg og starfsfólk sveitarfélagsins.

Viðburður á Safnasafninu - Fyrirlestur tengdur bíl nemenda Valsárskóla

Goddur - Guðmundur Oddur Magnússon, heldur fyrirlestur um afganga, frákastið, nýtingu og uppvinnslu við listsköpun í Safnasafninu laugardaginn 8. júní kl. 14:00.

Fundarboð 136. fundur 4.06.2024

136. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 4. júní 2024 kl. 14:00.