Fréttir

Svalbarðsstrandarhreppur óskar eftir aðstoðarmanneskju í mötuneyti í 100% stöðu

Viltu vinna með skemmtilegu fólki, flottum nemendum í fjölbreyttu starfi þar sem enginn dagur er eins?

Niðurstöður úr íslensku æskulýðsransókninni verða kynntar á fundi þriðjudaginn 28. janúar nk.

Gunnar Gíslason sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri verður fundarstjóri og stjórnar umræðum og María skólastjóri mun kynna helstu niðurstöður.

Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði – auglýsing tillögu

Rammahluti aðalskipulags, samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps. Sveitarstjórnir Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps samþykktu á fundum sínum 3. og 8. október 2024 að vísa skipulagstillögu fyrir rammahluta Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, sem felur í sér breytingu á núgildandi aðalskipulögum, í auglýsingarferli samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gefins bækur

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps hefur verið lagt niður. Þriðjudaginn 14. janúar á milli 16:00 og 19:00, og 15. - 16. janúar á milli kl 11:00 og 14:00, geta íbúar mætt á skrifstofuna og tekið bækur.

Fundarboð 145. fundur 14.01.25

145. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 14. janúar 2025 kl. 14:00.

Byggjum samfélag til framtíðar

Árið 2024 var Svalbarðsstrandarhreppi og 510 íbúum hans farsælt. Rekstur er góður, afkoma samstæðu sveitarfélagsins jákvæð á árinu 2024. Áætlun næsta árs gerir ráð fyrir tekjuafgangi upp á 43,1 m.kr. af rekstri A-hluta og af samstæðu sveitarfélagsins (A+B) er áætlaður tekjuafgangur upp á 78,5 m.kr. Efnahagur er áfram sterkur. Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri og þjónustu sveitarfélagsins á árinu 2025.

Jólakveðja

Svalbarðsstrandarhreppur óskar starfsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu.