Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir tvær stöður á skrifstofu embættisins til umsóknar. Verkefnisstjóri byggingarmála og móttökustarfsmaður.
Á dögunum fór fram ein stærsta fjáröflun björgunarsveita Landsbjargar, salan á neyðarkallinum. Samhliða sölunni á Neyðarkallinum selja björgunarsveitirnar fyrirtækjum stærri Neyðarkalla og ákvað Svalbarðsstrandarhreppur að styrkja björgunarsveitir landsins um einn slíkan. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.
Við viljum vekja athygli á skemmtilegri grein á fréttamiðlinum akureyri.net um sameiginlegan skóladag nemenda á unglingastigi úr fjórum grunnskólum, Valsárskóla, Grenivíkurskóla, Þelamerkurskóla og Hrafnagilsskóla.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 3. október 2023 að vísa skipulagslýsingu, vegna breytingar á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.