04.04.2023
Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista og berast umsóknir um Eyrarrósina hvaðanæva af landinu ár hvert. Að verðlaununum standa í sameiningu Byggðastofnun, Icelandair og Listahátíðin í Reykjavík. Eyrarrósin hefur verið veitt frá árinu 2005 en Þjóðlagahátíðin á Siglufirði var fyrsta verkefnið sem hlaut þessa viðurkenningu.