Fréttir

Skilaboð frá Norðurorku

Örlítill árveknispóstur um vatnsvernd 💧 Í Svalbarðsstrandarhreppi eru vatnsverndarsvæðin Halllandslindir og Garðsvíkurlindir. Eitt af stóru verkefnum Norðurorku er að tryggja nægilegt magn af hreinu og góðu neysluvatni til einstaklinga og fyrirtækja á veitusvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að ganga vel um vatnsverndarsvæðin og láta strax vita ef grunur leikur á mengun.

Sumarlokun

Skrifstofa Svalbarðsstrandarhrepps verður lokuð frá og með mánudeginum 17. júlí til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa.

Orlofsferð húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu 2023

Flogið verður beint frá Akureyri til Ljubljana 28. september - 2. október. Takmörkuð sæti í boði!

Byggðir og bú 2025

Nú er komið að myndatökum af húsum og jörðum fyrir bókina Byggðir og bú 2025. Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga hefur áður gefið út þrjú rit, árið 1963, 1985 og 2005.

Fundarboð 116. fundur 04.06.2023

116. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 4. júlí 2023 kl. 13:00.

Umhverfisviðurkenningar 2023 - Tilnefningar óskast

Umhverfis- og atvinnumálanefnd óskar eftir tillögum frá íbúum Svalbarðsstrandarhrepps til umhverfisviðurkenningar 2023. Annarsvegar fyrir snyrtilegt íbúðarhús og hinsvegar rekstraraðila og nærumhverfi þess.

Sundlaugin verður opin fyrir eldri borgara frá kl. 14 til 16 á miðvikudögum

Sundlaug hreppsins verður opin fyrir eldri borgara frá kl. 14 til 16 á miðvikudögum í sumar. 

Göngu- og hjólastígur verður malbikaður

Göngu- og hjólastígurinn í Vaðlareit kom vel undan vetri, á næstu vikum verður hafist handa við að koma rafmagni á stígleiðinni og lagning malbiks.

Leik- og grunnskóli Svalbarðsstrandarhrepps auglýsa eftir Iðjuþjálfa í 100% stöðu

Ráðið verður í starfið frá og með 1. september nk.

Upprekstur á afrétt sumarið 2023

Í sumar verður heimilt að sleppa sauðfé í Vaðlaheiði frá og með 13. júní og stórgripum frá og með 1. júlí.