Sunnuhlíð, Svalbarðsstrandarhreppi – kynning skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 3. október 2023 að vísa skipulagslýsingu, vegna breytingar á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að skilgreint yrði um 4 ha svæði í landi Sunnuhlíðar (L152940) með landnotkuninni frístundabyggð sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði (L3). Þegar eru tvö frístundahús á jörðinni en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í fjögur. Fyrirhuguð frístundahús yrðu í nánd við núverandi hús og myndu nýta sama aðkomuveg og fyrir er.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu, 606 Akureyri, milli 18. október og 1. nóvember 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.svalbardsstrond.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 702/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 1. nóvember 2023. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

 

Skipulagslýsingin

 

Skipulagsfulltrúi