Reglur um þátttöku Svalbarðsstrandarhrepps í snjómokstri til elli- og örokulífeyrisþega
Svalbarðsstrandarhreppur greiðir fyrir snjómokstur til elli- og örorkulífeyrisþega sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu með eftirfarandi hætti:
Hámarks greiðsla frá Svalbarðsstrandarhreppi á ári er kr. 55.000,- á heimili vegna heimreiðamoksturs og moksturs á bílastæðum (nær einnig til hálkuvarna) en frá 1/1/2017 er hann tekjutengdur að hálfu leyti með sömu viðmiðunarmörkum og reglur um afslátt af fasteignaskatti.
Elli- og örorkulífeyrisþegum sem búsettir eru á Svalbarðseyri verður þjónað samhliða mokstri gatna af þeim verktaka er sveitarfélagið semur við vegna þess verkefnis.
Í dreifbýlinu ákveður viðkomandi elli- og/eða örokulífeyrisþegi sjálfur hvaða verktaka hann fær til verksins. Viðkomandi skal upplýsa verktaka um þessar reglur m.a. varðandi framsetningu reiknings o.fl.
Reikningur verktaka skal vera stílaður á Svalbarðsstrandarhrepp og jafnframt skal hann afhenda viðkomandi elli- og/eða örorkulífeyrisþega afrit, þannig að viðkomandi geti fylgst með framvindu greiðslna vegna hámarksupphæðar. Þegar henni er náð líkur þátttöku sveitarfélagsins og viðkomandi ber allan kostnað eftir það. Á þeim tímapunkti getur verktaki þurft að skipta reikningi milli aðila.
Á reikningi eða fylgiskjali skal koma fram dagsetning mokstrar, tímafjöldi og einingarverð.
Þar sem fleiri en eitt heimili er við sömu heimreið skal skipta greiðslunni milli aðila, þ.e. gerður skal sér reikningur fyrir viðkomandi elli- og örorkulífeyrisþega vegna hans hlutar í mokstrinum.
Gerður skal sér reikningur fyrir hvern og einn, þ.e. hvert heimili, þótt verktaki taki að sér mokstur á nokkrum heimreiðum í sömu ferðinni.
Efni yfirfarið 12.01.2021