Úthlutunarreglur
Markmið.
Að auka möguleika barna- og unglinga í Svalbarðsstrandarhreppi til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og ýta með því undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku þeirra.
Framkvæmd.
Sótt er um frístundastyrk á heimasíðunni hér fyrir neðan. Gegn framvísun kvittunar um greiðslu þátttökugjalds fyrir einstakling á aldrinum 18 mánaða til og með 16 ára, leggur sveitarfélagið samþykkta niðurgreiðslu inn á reikning viðkomandi. Ákvörðun um fjárhæð niðurgreiðslu er ákveðin í lok árs fyrir komandi ár.
Niðurgreiðslan nær ekki til greiðslu fyrir aðbúnað, ferðalög eða annan tilfallandi kostnað vegna keppni eða þjálfunar. Þá getur niðurgreiðslan aldrei orðið hærri en þátttökugjald viðkomandi einstaklings.
Skilgreining á íþrótta- og tómstundastarfi sem gefur rétt til niðurgreiðslu.
Þau félög sem veita rétt til niðurgreiðslu eru t.d.:
Umf. Æskan
Öll aðildarfélög UMSE, ÍBA og HSÞ
Skátafélagið Klakkur
Myndlistaskólar á Akureyri
Fleira kemur til greina
Félögin þurfa að reka starfsemi sína á ársgrundvelli og einstök tilboð þurfa að standa eigi skemur en eina önn. Niðurgreiðslan nær ekki til tónlistarnáms þar sem boðið er upp á það við Valsárskóla og það niðurgreitt af sveitarfélaginu.
Ef upp koma vafaatriði er viðkomandi bent að hafa samband við sveitarstjóra.
Ákveðið hefur verið að greitt verði allt að kr. 60.000,- fyrir börn fædd frá 2008-2022.
[Samþykkt á sveitarstjórnarfundi 124. fundi sveitastjórnar þann 28.11.2023]
Efni yfirfarið 19.01.2024