Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps hefur verið lagt niður. Þriðjudaginn 14. janúar á milli 16:00 og 19:00, og 15. - 16. janúar á milli kl 11:00 og 14:00, geta íbúar mætt á skrifstofuna og tekið bækur.
Árið 2024 var Svalbarðsstrandarhreppi og 510 íbúum hans farsælt.
Rekstur er góður, afkoma samstæðu sveitarfélagsins jákvæð á árinu 2024. Áætlun næsta árs gerir ráð fyrir tekjuafgangi upp á 43,1 m.kr. af rekstri A-hluta og af samstæðu sveitarfélagsins (A+B) er áætlaður tekjuafgangur upp á 78,5 m.kr. Efnahagur er áfram sterkur. Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri og þjónustu sveitarfélagsins á árinu 2025.