Fréttir

Fundarboð 118. fundur 29.08.2023

118. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 29. ágúst 2023 kl. 13:00.

Umhverfisviðurkenningar 2023 - Tilnefningar óskast

Við minnum á tilnefningar til Umhverfisviðurkenningar 2023. Íbúar og fyrirtæki í hreppnum hafa notað sumarið vel til þess að snyrta í kringum sig.

Fundarboð 117. fundur 15.08.23

117. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 15. ágúst 2023 kl. 13:00.

Laus störf hjá Svalbarðsstrandarhreppi

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólanum Álfaborg í 100% stöðu og aðstoðarmanneskja í mötuneyti Álfaborgar og Valsárskóla í 100% stöðu.

Bundið slitlag

Vinsamlega farið varlega og sýnið tillitssemi í kringum framkvæmdir við lagningu bundins slitlags á Grenivíkurvegi. Svalbarðseyrarvegur verður einnig yfirlagður frá afleggjara niður að Kjarnafæði.

Göngur í Svalbarðsstrandarhreppi 2023

Ákveðið hefur verið að fyrstu göngur haustið 2023 verði 9. september og að aðrar göngur verði tveimur vikum síðar eða 23. september.

Skilaboð frá Norðurorku

Örlítill árveknispóstur um vatnsvernd 💧 Í Svalbarðsstrandarhreppi eru vatnsverndarsvæðin Halllandslindir og Garðsvíkurlindir. Eitt af stóru verkefnum Norðurorku er að tryggja nægilegt magn af hreinu og góðu neysluvatni til einstaklinga og fyrirtækja á veitusvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að ganga vel um vatnsverndarsvæðin og láta strax vita ef grunur leikur á mengun.

Sumarlokun

Skrifstofa Svalbarðsstrandarhrepps verður lokuð frá og með mánudeginum 17. júlí til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa.

Orlofsferð húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu 2023

Flogið verður beint frá Akureyri til Ljubljana 28. september - 2. október. Takmörkuð sæti í boði!

Byggðir og bú 2025

Nú er komið að myndatökum af húsum og jörðum fyrir bókina Byggðir og bú 2025. Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga hefur áður gefið út þrjú rit, árið 1963, 1985 og 2005.