Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólanum Álfaborg í 100% stöðu og aðstoðarmanneskja í mötuneyti Álfaborgar og Valsárskóla í 100% stöðu.
Vinsamlega farið varlega og sýnið tillitssemi í kringum framkvæmdir við lagningu bundins slitlags á Grenivíkurvegi. Svalbarðseyrarvegur verður einnig yfirlagður frá afleggjara niður að Kjarnafæði.
Örlítill árveknispóstur um vatnsvernd 💧
Í Svalbarðsstrandarhreppi eru vatnsverndarsvæðin Halllandslindir og Garðsvíkurlindir. Eitt af stóru verkefnum Norðurorku er að tryggja nægilegt magn af hreinu og góðu neysluvatni til einstaklinga og fyrirtækja á veitusvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að ganga vel um vatnsverndarsvæðin og láta strax vita ef grunur leikur á mengun.
Nú er komið að myndatökum af húsum og jörðum fyrir bókina Byggðir og bú 2025. Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga hefur áður gefið út þrjú rit, árið 1963, 1985 og 2005.