Á fundi sveitarstjórnar 31. október lýsti sveitarstjórn áhyggjum af stöðu bænda og íslensks landbúnaðar og lögð var fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps lýsir þungum áhyggjum af stöðu bænda og íslensks landbúnaðar vegna mikilla kostnaðarhækkana á aðföngum og vegna íþyngjandi vaxtakostnaðar á skuldsettum búum. Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að grípa þegar í stað til raunhæfra aðgerða gagnvart þeim rekstrarerfiðleikum sem bændur standa frammi fyrir svo ekki verði hrun í greininni. Skapa þarf landbúnaði öruggar rekstraraðstæður til framtíðar sem stuðlar að nýliðun í greininni til að matvælaframleiðsla eflist, þróist áfram og verði áfram ein af grunnstoðum fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar." |
Bókunin hefur verið komið á framfæri við stjórnvöld.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801