Leik- og grunnskóli Svalbarðsstrandarhrepps auglýsa eftir Iðjuþjálfa í 100% stöðu

Ráðið verður í starfið frá og með 1. september nk.

Helstu verkefni

  • Bein þjálfun og aðlögun á umhverfi fyrir nemendur í samráði við kennara.
  • Skipuleggur þjálfun í samræmi við þarfir nemanda með hliðsjón af markmiðum aðalnámskrár og í samráði við nemanda, foreldra og kennara og metur árangur að þjálfun lokinni.
  • Starfar sem tengiliður þjónustu í þágu farsældar barns fyrir bæði leik- og grunnskóla.
  • Stuðlar að velferð og árangri nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila.
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólana.
  • Vinnur í samstarf við kennara vegna einstakra nemenda vegna erfiðleika við skólatengda iðju, hegðun og félagsfærni.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu ásamt verkefnum sem skólastjórar fela starfsmanni.


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði iðjuþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur.
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki, samstarfshæfni og jákvæðni til að starfa í metnaðarfullu umhverfi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Haldgóð þekking.
  • Reynsla sem nýtist í starfi.
  • Stundvísi og samviskusemi.
  • Góð íslenskukunnátta.


Álfaborg og Valsárskóli eru fámennir skólar á Svalbarðseyri, í 12 km fjarlægð frá Akureyri. Einkunnarorð skólanna eru umhyggja, virðing, metnaður og gleði. Nánari upplýsingar um Álfaborg og Valsárskóla er hægt að sjá á skolar.svalbardsstrond.is og við hvetjum umsækjendur til að kynna sér starf skólanna nánar þar.

Vakin er athygli á jafnréttisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps um jafnan hlut kynja í störfum, áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2023.

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Umsókn skal skila á Auglýst störf á vef Svalbarðsstrandarhrepps.

Nánari upplýsingar veita skólastjórar María Aðalsteinsdóttir maria@svalbardsstrond.is 464-5510 og Bryndís Hafþórsdóttir bryndis@svalbardsstrond.is 464-5505.

Svalbarðsstrandarhreppur áskilur sér rétt til að hafna öllum umsækjendum.