Fréttir

APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN föstudaginn 15.11.2024

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs, spáð er norðvestan hvassviðri eða stormi, 18-23 m/s með snjókomu og lélegu skyggni. Miklar líkur eru á samgöngutruflunum. Ekkert ferðaveður. Viðvörunin tekur gildi klukkan 15 og er til klukkan 6 á laugardagsmorgun.

Þjónustusamningur um rekstur almenningsbókasafns

Miðvikudaginn 6. nóvember var undirritaður þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um að íbúum hreppsins verði veitt fullt aðgengi að safnakosti og þjónustu Amtsbókasafnsins á Akureyri.

Appelsínugul viðvörun á morgun - fimmtudaginn 7. nóvember

Veðurstofan spáir sunnan stormi með hviðum sem farið geta yfir 40 m/s á morgun. Ekkert ferðaveður og nauðsynlegt er að ganga frá lausamunum til að fyrirbyggja foktjón.

Svalbarðsstrandarhreppur er stoltur styrktaraðili björgunarsveita Landsbjargar

Á dögunum fór fram ein stærsta fjáröflun björgunarsveita Landsbjargar, salan á Neyðarkallinum. Samhliða sölunni á Neyðarkallinum selja björgunarsveitirnar fyrirtækjum stærri Neyðarkalla og ákvað Svalbarðsstrandarhreppur að styrkja björgunarsveitir landsins um einn slíkan.

Fundarboð 142. fundur 05.11.24

142. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 5. nóvember 2024 kl. 14:00.

Skógarböðin bjóða eldri borgurum í heimsókn 28.-30. október

Skógarböðin bjóða til sín eldri borgurum Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Hörgársveitar og Grýtubakkahrepps, sér að kostnaðarlausu, dagana 28.-30. október. Um er að ræða sama boð og var fyrir ári síðan nema nú stendur eldri borgurum til boða að koma frá opnun til lokunar alla þessa daga.

Þjónustukönnun Byggðastofnunar - lokadagur 5. nóvember

Hvaða þjónusta skiptir þig máli í þinni heimabyggð?

Ungmennaþing SSNE í Reykjadal

Dagana 14. og 15. október 2024 var haldið ungmennaþing SSNE í Reykjadal, þar sem 32 ungmenni komu saman. Fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps voru þær Sólrún Assa, Sædís Heba, Eyrún Dröfn og Lilja, ásamt fararstjóranum Önnu Louise Júlíusdóttur.

Öruggara Norðurland eystra

Verkefnið Öruggara Norðurlands eystra – svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra hefur verið stofnað og var fyrsti formlegi samráðsfundurinn haldinn á Húsavík miðvikudaginn 16. október.

Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

SBE auglýsir eftir aðila í afleysingu til eins árs í 50% stöðu starfsmanns á skrifstofu. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar er byggðasamlag sem annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit og mun nýr starfsmaður annast verkefni á skrifstofu byggðasamlagsins.