APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN föstudaginn 15.11.2024

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs, spáð er norðvestan hvassviðri eða stormi, 18-23 m/s með snjókomu og lélegu skyggni. Miklar líkur eru á samgöngutruflunum. Ekkert ferðaveður. Viðvörunin tekur gildi klukkan 15 og er til klukkan 6 á laugardagsmorgun.

Björgunarsveitin Týr á Svalbarðseyri biður fólk um að huga að þessu í sambandi við ferðalög og ekki vera á ferðinni á milli staða á meðan veðrið gengur yfir. Hægt er að fylgjast með veðurspá á www.vedur.is og færð og veðri á www.umferdin.is