Fundarboð 145. fundur 14.01.25

Dagskrá

Almenn mál

1.

2412005 - Geldingsárhlíð 3 L230244 - beiðni um nýskráningu á staðföngum, tvö einbýlishús

 

Erindi frá lóðarhafa Geldingsárhlíðar 3, þar sem óskað er eftir nýjum staðföngum á tveimur húsum sem verið er að byggja á lóðinni. Annað húsið fengi nafnið Steinahlíð og hitt Seljahlíð.

 

   

2.

2501004 - Vaðlaklif 2 L219459 - einbýlishús stækkun byggingarreits utan um bílskýli

 

Erindi frá Steinmari H. Rögnvaldssyni. Byggingarleyfisumsókn f.h. lóðarhafa varðandi stækkun byggingarreits v/byggingar bílskýlis við einbýlishús sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Vaðlaklifi 2 L219459. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 06.10.2024 ásamt 3D ásýndarmyndum.

 

   

3.

2501002 - Gjaldskrá SBE 2025

 

Erindi frá SBE, uppfærð gjaldskrá, dags. 13. desember 2024.

 

   

4.

2501001 - Umsókn um leyfi til reksturs gistingar í II-C Minna gistiheimili

 

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II að Geldingsá lóð nr. 19.

 

   

5.

2408002 - Ósk um styrktarsamning

 

Erindi frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar, stjórn UMSE óskar eftir því að sveitarfélagið geri samstarfssamning við UMSE á svipuðum nótum og verið hefur, þannig
að áframhaldandi starfsemi UMSE verði tryggð.

 

   

6.

2501003 - Gróðurreitur

 

Erindi frá Kvenfélagi Svalbarðsstrandar og Ungmennaféalginu Æskunni, ósk um að gert verði samkomulag um Gróðurreitinn, Sveitarfélagið taki að sér alla umhirðu og umsjón með Reitnum og horfi til hans sem útivistarsvæðis (almenningsgarðs) fyrir íbúa sveitarfélagsins sem og útiskólasvæði leik- og grunnskólans.

 

   

7.

1901020 - Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps

 

Endurskoðuð húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2025 lögð fram til samþykktar.

 

   

8.

1801004 - Umsögn um tækifærisleyfi

 

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn sveitarstjórnar um veitingu á tækifærisleyfi þann 8. febrúar 2025 í Valsárskóla (þorrablót).

 

   

9.

2004007 - Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps

 

Lögð fram drög á breytingum á samþykktum Svalbarðsstrandarhrepps til kynningar og umræðu.

 

   

Fundargerðir til kynningar

10.

2203006 - Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa

 

Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa nr 84 og 85 lagðar fram til kynningar.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir tengd Svalbarðsstrandarhreppi.

Halllandsnes Land L193029 - Umsókn um niðurrif á eldra íbúðarhúsi - 2411006
Project Aurora 1 ehf. kt: 600224-0500, Halllandsnes Land 606 Svalbarðsstrandarhreppi,
sækir um byggingarheimild vegna niðurrifs einbýlishúss á lóðinni Halllandsnesi Land í
Svalbarðsstrandarhrepppi. Fasteignanúmer hússins er F2160229.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í umsögn minjastofnunar um rannsókn á fornleifum á svæðinu.

Sólheimar 4 L179714 - geymsla - 2410004
Jóhannes Hjálmarsson kt. 011267-5649 Sólheimum 4, 606 Akureyri sækir um
byggingarheimild vegna nýbyggingar 100,3 m² geymslu á lóðinni Sólheimum 4 L179714,
erindinu fylgja aðaluppdrættir frá Ævari Guðmundssyni hjá Teiknistofu Akureyrar dags.
2024-11-11.
Skipulags- og byggignarfulltrúi samþykkir erindið.

Geldingsárhlíð 1 (Sólstafir) - einbýlishús 2023 - 2301009
Regína Ingunn Fossdal kt. 120588-2819, Ljómatúni 3 600 Akureyri, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum vegna nýbyggingar 208,9 fm einbýlishúss á lóðinni Geldingsárhlíð 1 í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Yngva Ragnari Kristjánssyni hjá Mývatni ehf. dags. 2024-08-28.
Skipulags- og byggignarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

11.

2208016 - Fundargerðir HNE

 

Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 239 lögð fram til kynningar.

 

   

12.

2202008 - Hafnarsamlag fundargerðir

 

Fundargerðir Hafnarsamlags Norðurlands nr. 292 og 293 lagðar fram til kynningar.

 

   

13.

2202007 - Fundargerðir stjórnar Norðurorku

 

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 304 og 305 lagðar fram til kynningar.

 

   

14.

2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022

 

Fundargerðir stjórnar íslenskra sveitarfélaga nr. 959 og 960 lagðar fram til kynningar.

 

   

15.

2208013 - Fundargerðir stjórnar SSNE

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 69 lögð fram til kynningar.