Fundarboð 143. fundur 19.11.24

143. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 19. nóvember 2024 kl. 14:00.

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2006001 - Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin

 

Deiliskipulagstillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Eyrarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var auglýsingatímabilið frá 24. september til 5. nóvember sl. Átta umsagnir bárust á auglýsingatímabilinu og eru þær til umfjöllunar sveitarstjórnar.

 

   

2.

2411002 - Kotabyggð 10 L152957 og 11 L152962 - leiðrétting á einum gps punkti

 

Haukur Halldórsson óskar, fyrir hönd Veigastaða ehf., eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kotabyggðar þar sem lóðarmörkum lóðanna Kotabyggðar 10 (L152957) og Kotabyggðar 11 (L152962) yrði breytt og að þau liggi um núverandi lerkilínu sem plantað var fyrir mörgum árum. Við þessa breytingu myndi Kotabyggð 11 stækka um 90 fm en Kotabyggð 10 myndi minnka um samsvarandi 90 fm. Lóðarhafar Kotabyggðar 10 og 11 eru sammála um að lóðarmörkin skuli liggja um lerkilínuna en um er að ræða leiðréttingu á einu gps-hniti sem staðsett var of sunnarlega þegar lóðirnar voru upphaflega hnitsettar.

 

   

3.

2411003 - Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2029

 

Erindi frá SSNE, drög að sóknaráætlun 2025-2029.

 

   

4.

2303001 - Samningur um barnaverndarþjónustu

 

Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu - drög.

 

   

5.

2408003 - Fjárhagsáætlun 2025-2028

 

Drög að fjárfestingaráætlun 2025-2028 lögð fram.

 

   

6.

2411005 - Áskorun til sveitarstjórna á Norðurlandi eystra

 

Lagt fram erindi dagsett 29. október 2024 frá Hönnu Dóru Markúsdóttur fyrir hönd formanna og samráðsfulltrúa félaga kennara á Norðurlandi eystra með áskorun um skólamál í tengslum við kjaradeilu.

 

   

Fundargerðir til kynningar

7.

1407044 - Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands

 

Skógræktarfélag Íslands - Ályktun til sveitarfélaga 23.10.2024

 

   

8.

2203006 - Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa

 

Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 81 og 82 lagðar fram til kynningar.
Eftirfarandi mál var tekið fyrir tengd Svalbarðsstrandarhreppi.
Svalbarðseyrarvegur 6 - Uppfærðar teikningar - 2410010
Almar Eggertsson fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps kt. 640269-2279, Ráðhúsinu 606
Akureyri, sækir um samþykki á uppfærðum teikningum af Svalbarðsstrandarvegi 6.
Erindinu fylgja uppdrættir frá Almari Eggertssyni hjá Faglausn dags. 2024-10-16.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

9.

2204002 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2023

 

Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar nr. 146 lögð fram til kynningar.

 

   

10.

2202007 - Fundargerðir stjórnar Norðurorku

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 303 lögð fram til kynningar.

 

   

11.

2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022

 

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr.954 lögð fram til kynningar.

 

   

12.

2411004 - Fundargerðir Molta ehf

 

Fundargerð stjórnar Moltu nr. 113 lögð fram til kynningar.

 

   

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

Svalbarðseyri 15.11.2024,

Gestur Jensson
Oddviti.