Móttaka framboðslista vegna komandi sveitarstjórnarkosninga verður föstudaginn 8. apríl milli 10-12 á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps.

Yfirkjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps mun taka við framboðslistum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps föstudaginn 8. apríl nk. frá kl. 10:00 til 12:00.

Varðandi upplýsingar um framlagningu framboðslista við sveitarstjórnarkosningar er rétt að benda á kosningalög nr. 112/2021

https://www.althingi.is/lagas/152a/2021112.html

Reglugerð um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar

https://island.is/reglugerdir/nr/0330-2022

Hverjum framboðslista skal fylgja til yfirkjörstjórnar skrifleg tilkynning um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans ásamt samþykki þeirra, hér má sjá reglugerð um umboðsmenn.

https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/sveitarstjornarkosningar-2022/frambod-leidbeiningar/umbodsmenn/

 

Eyðublöð Stjórnarráðs Íslands má finna hér

 

Ef frekari upplýsinga er þörf er hægt að hafa samband við yfirkjörstjórn í síma 8603748

Yfirkjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps

kjorstjorn@svalbardsstrond.is