Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps leitaði til Hagvangs vegna auglýsinga- og ráðningarferlis nýs sveitarstjóra. Umsóknarfrestur rann út 19. júní 2022. Alls sóttu 14 einstaklingar um starfið en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.
Ákveðið hefur verið að ráða Þórunni Sif Harðardóttur í stöðu sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026.
Þórunn Sif starfaði um tíma hjá Svalbarðsstrandarhreppi á árunum 2021-2022 þegar hún leysti skrifstofustjóra tímabundið af og sem verkefnastjóri fyrir göngu- og hjólastíg í Vaðlareit auk fleiri verkefna á skrifstofu hreppsins. Á árunum 2013-2020 starfaði Þórunn Sif sem mannauðsstjóri hjá TDK Foil Iceland ehf og sem framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands um sex ára skeið.
Þórunn Sif hefur verið virkur þátttakandi í sveitarstjórnarmálum hjá Akureyrarbæ frá árinu 2014 sem m.a. varabæjarfulltrúi og nefndarmaður í íþróttaráði, frístundaráði og í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um tíma. Hún var formaður Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands 2014-2020, varamaður í Umhverfis- og mannvirkjaráði 2018-2020 og er formaður stjórnar Fallorku.
Þórunn Sif lauk diplomanámi í rekstrarstjórnun frá Háskólanum á Akureyri árið 2001 og diplomanámi í mannauðsstjórnun og leiðtogafærni frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 auk fjölda námskeiða.
Þórunn Sif er gift Tómasi Inga Jónssyni, umsjónarmanni fasteigna og hefur búið á Akureyri sl. fjóra áratugi.
Gert er ráð fyrir að Þórunn Sif taki til starfa í júlí.
Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps:
Ásta F. Flosadóttir Skólastjóri
Einar Kristján Jónsson Sveitarstjóri
Glúmur Baldvinsson Sjálfstætt starfandi
Gunnsteinn Björnsson Sjálfstætt starfandi
Hildur Axelsdóttir Kjördæmisfulltrúi
Ingvi Már Guðnason Verkstjóri
Jónas Egilsson Sveitarstjóri
Katrín Sigurjónsdóttir Sveitarstjóri
Sigurður Sveinn Nikulásson Sölustjóri
Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjórn
Þorsteinn Kristjánsson Sölumaður
Þórunn Sif Harðardóttir Verkefnastjóri
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801