Skólanefnd

1. fundur 22. júní 2010

1. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps

haldinn í Valsárskóla 22. júní 2010 kl. 17:30.

Til umfjöllunar voru málefni Valsárskóla.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, Þóra Guðrún Hjaltadóttir, Telma Þorleifsdóttir, Einar Már Sigurðarson skólastjóri, Arndís Sigurpálsdóttir, fulltrúi kennara og Anna Halldóra Sigtrygssdóttir, fulltrúi foreldra.

Dagskrá:

  1. Starfsmannamál

  2. Skólastarfið

  3. Önnur mál



Formaður nefndarinnar, Eiríkur H. Hauksson setti fundinn og tók fyrir verkaskiptingu nefndarinnar. Telma Þorleifsdóttir var kjörin varaformaður og Þóra Guðrún Hjaltadóttir ritari.



Starfsmannamál:

Einar Már sagði starf starfsmanns vistunar og stuðningsfulltrúa laust þar sem Ingibjörg hættir. Ákveðið að bíða með ráðningu til mánaðarmóta og skoða á þeim tíma hvort hægt sé nýta saman starfsmann úr Leikskólanum.

Auglýsing vegna kennarastöðu rann út í gær en vegna tengsla við einn umsækjanda vék Einar Már af fundi og aðstoðarskólastjóri Helgi kom í hans stað og kynnti umsóknir sem voru 10 talsins. Helgi mun, í samráði við formann skólanefndar ganga frá ráðningu.



Skólastarfið:

Einar Már kynnti eftirfarandi;

-að kanna þarf í ágúst byrjun hver sé vistunarþörf næsta vetrar.

-að kanna þarf breytingar á fyrirkomulagi sundkennslu þannig að hún verði bæði haust og vor.

-að líkur eru á að nemendafjöldi næsta vetrar verði um 50.

-kynnt var Skóladagatalið fyrir næsta skólaár með venjulegum fyrirvara.

-að lokum ítrekaði Einar Már að áfram yrði haldið með Olweus áætlunina.



Önnur mál:

Anna Halldóra sagði frá mjög vel heppnuðu skólaferðalagi nú í vor til Danmerkur og Þýskalands.

Nýjir nefndarmenn skrifuðu undir trúnaðaryfirlýsingu.

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl: 19:00