6. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps haldinn í Álfaborg 10. feb. 2011 kl. 16.15
Til umfjöllunar voru málefni leikskólans Álfaborg.
Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, Þóra Hjaltadóttir, Telma Þorleifsdóttir, Ragna Erlingsdóttir, Helga Þórsdóttir, Linda Stefánsdóttir og Jón Hrói Finnsson.
Fyrir var tekið:
1. Ársskýrsla
Ragna kynnti ársskýrsluna.
2. Innra mat
Ragna ræddi um innra matið. Mest af fjármagninu fór í vinnu Ingibjargar Auðunsdóttur. Eftirstöðvarnar hafa verið notaðar í skipulagningar á matinu. Birna Svanbjörnsdóttir var fengin til leiðsagnar.
Byrjað var á skoða aðstæður í matsal og útivera barnanna.
3. Fjármál
Eiríkur lagði fram fjárhagsáætlun ársins. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru kr. 33.912.000.
Rætt var um einstaka liði, m.a. tölvumál og viðhald tölvukerfisins. Jón Hrói upplýsti að verið sé að leita tilboðs í ljósleiðara sem mun gera nettenginguna hraðvirkari
4. Barnafjöldi og starfsmannamál - börn yngri en 18 mán
Í skólanum eru núna 18 börn. Myndast hefur þrýstingur frá foreldrum um að tekin verði inn börn yngri en 18 mánaða.
Skoða þarf hverju þarf að breyta ef aldurtakmark yrði lækkað í t.d. 16 mánaða. Þarf að fjölga starfsfólki og hentar núverandi fyrirkomulag húsnæðisins.
Samþykkt að könnuð verði þörf fyrir lækkun aldursmarka og samdar verði reglur varðandi sveigjanleika um aldursmörk.
5. Sumarfrí og Kanadaferð
Ferðin verður verða farin 5. til 11. júní. Allir starfsmenn leikskólans munu fara til Kanada þannig að leikskólinn verður lokaður þessa daga.
Sumarfrí stendur frá 6. júlí til 8. ágúst.
6. Námskeið
Námskeið verður haldið í apríl fyrir skólastjórnendur, skólanefndir og áheyrnarfulltrúa um skyldur þeirra lög og reglur
Fleira ekki gert og fundi slitið