Skólanefnd

7. fundur 14. febrúar 2011

7. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps haldinn í Valsárskóla 14. feb. 2011 kl. 16:30

Til umfjöllunar voru málefni Valsárskóla.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, Þóra Guðrún Hjaltadóttir, Telma Þorleifsdóttir, Einar Már Sigurðarson skólastjóri, Arndís Sigurpálsdóttir, fulltrúi kennara, Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir, fulltrúi foreldra og Jón Hrói Finnsson sveitastjóri.

Dagskrá:

Fjármál
Rekstraráætlun ársins lögð fram. Fram kom að skólastjóri hefur rýmri heimild til að færa á milli liða nema ef um stærri fjárhæðir er að ræða.

Skólastarfið
Einar Már lagði fram áætlun um nemendafjölda fram til skólaársins 2015-2016. Í ár er nemendafjöldinn 50, á næsta skólaári er áætlaður fjöldi 45, 2012-2013 44 nemendur, 2013-2014 46 nemendur, 2014-2015 48 nemendur og 2015-2016 verða samkv. áætluninni 46 nemendur.

Rætt var um innra starfið, starfshlutföll og fleira.

Einar Már dreifði drögum að skóladagatali vegna skólaársins 2011 til 2012 og skýrði einstaka liði.

Dreift var eineltisáætlun Olweusar. Arndís gerði grein fyrir endurskoðun áætlunarinnar og starfinu í skólanum til að framfylgja henni.

Önnur mál
Eiríkur spurði um nettengingu, hraða á netinu og hvort starfsmenn telji að ljósleiðari muni bæta þar úr.

Í apríl verður námskeið fyrir skólanefndir, skólastjórnendur og áheyrnarfulltrúa um störf og skyldur nefndanna.

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl: 19:25