Skólanefnd

8. fundur 08. maí 2011

Fundargerð
8. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, fimmtudaginn 14. apríl 2011 kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Eiríkur H. Hauksson, Telma B. Þorleifsdóttir, Þóra Hjaltadóttir, Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir, Arndís Sigurpálsdóttir, Einar Már Sigurðarson og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Þóra G. Hjaltadóttir, ritari skólanefndar

Dagskrá:

1. 1103027 - Skipulag skólastarfs í Valsárskóla
Rætt um málefni Valsárskóla.
Menntamálin taka stærstan hluta af tekjum sveitarfélagsins og af framlaginu til þessa málaflokks fer mikill meirihluti til Valsárskóla. Mikil fækkun hefur orðið á nemendum.
Skólastjóra var falið að skilgreina grunnþarfir skólans og leita allra leiða til sparnaðar.
Tillögurnar þarf að leggja fyrir skólanefnd ekki síðar en 28. apríl n.k.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50