Fundargerð
9. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, þriðjudaginn 3. maí 2011 kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Eiríkur Hauksson, Telma B. Þorleifsdóttir, Þóra Hjaltadóttir, Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Arndís Sigurpálsdóttir og Jón Hrói Finnsson.
Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.
Dagskrá:
1. 1103027 - Skipulag skólastarfs í Valsárskóla
Kynntar tillögur skólastjóra að skipulagi skólastarfs skólaárið 2011-2012.
Bekkjarskipulagi verði breytt þannig að næsta vetur verður kennt í þremur nemendahópum; 1.-4.bekk, 5.- 7. bekk og 8.- 10. bekk, í stað fjögurra eins og nú er. Jón Hrói og Arndís véku af fundi meðan málefni þeim viðkomandi voru rædd.
Skólanefnd leggur til að staða aðstoðarskólastjóra verði lögð niður.
Þessi breyting leiðir af sér að stöðuhlutföll kennara lækka um 2,5 stöðugildi.
Skólanefnd leggur til að þessar breytingar verði gerðar á skólastarfinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:46