Fundargerð
11. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014 haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 30. ágúst 2011 kl. 13:00.
Dagskrá:
Kl. 13:00 - Tónlistarskóli
Mætt: Eiríkur H Hauksson, Telma Þorleifsdóttir og Þóra G.Hjaltadóttir.
Einnig Helga Kvam skólastjóri
1. 1108024 - Starfsemi tónlistarskóla Svalbarðsstrandar 2011-2012
Skólastjóri Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar fór yfir áætlanir um starfsemi skólans skólaárið 2011-2012, nemendafjölda, mönnun og breytingar á kennslufyrirkomulagi.
Helga fór yfir skóladagatalið og það var samþykkt.
Innritaðir hafa verið 25 nemendur í vetur, 19 í hálfu námi og 6 í heilu námi. Í forskóla verða að auki 3.
Mönnun er þannig að Helga er í rúmlega 99% starfi og Andri í 51% stöðu.
Skólanefnd leggur til að skólagjöld hækki um 4% fyrir fullt nám og hálft nám verði 66,7% af fullu námi. Systkinaafsláttur er 15% fyrir annað systkinið.
Samþykkt að fela skólastjóra að vinna áfram í reglugerð fyrir Tónlistarskólann.
Kl. 13:45 - Leikskóli
Mætt: Eiríkur H Hauksson, Telma Þorleifsdóttir og Þóra G.Hjaltadóttir
Mættar að auki Ragna Erlingsdóttir leikskólastjóri ásamt Lindu Stefánsdóttir og
Helgu Þórsdóttir áheyrnarfulltrúar
2. 1108026 - Starfsemi leikskólans Álfaborgar 2011-2012
Leikskólastjóri fór yfir áætlaðan barnafjölda , mönnun og starfsáætlanir leikskólans Álfaborgar skólaárið 2011-2012.
Barnafjöldinn núna er 19 og þá er eftir að taka inn 5 – 6 börn, flest 16 – 18 mánaða, á næstu mánuðum. Miðað við þennan fjölda verður skólinn undirmannaður þar sem svo ung börn vega þyngra miðað við barngildi.
Í dag vantar starfsmann í afleysingu og hækka þarf stöðugildi tveggja til þriggja starfsmanna.
Skólanefnd leggur til að skólastjóri kanni hvort núverandi starfsfólk geti aukið starfshlutföll sín
Starfsáætlun leikskólans miðast við áframhaldandi samstarf við grunnskólann og framgang grænfánans ásamt áframhaldandi vinnu í sambandi við snertingu og nudd .
Verið er að fylgjast með fræðslu um byrjendalæsi.
Kl. 14:30 – Grunnskóli
Mætt: Eiríkur H Hauksson, Telma Þorleifsdóttir og Þóra G.Hjaltadóttir
Einnig mætt Einar Már Sigurðsson skólastjóri og áheyrnarfulltrúarnir E, Fjóla Þórhallsdóttir og Helgi Tryggvason varamaður Arndísar og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.
3. 1108025 - Starfsemi Valsárskóla 2011-2012
Skólastjóri Valsárskóla fór yfir breytingar á starfsemi skólans frá fyrra skólaári, nemendafjölda, mönnun og nýjungar í skólastarfinu.
Nemendur skólans eru nú 42 og starfsmenn eru 14. Stuðningsfulltrúarnir verða með skólavistunina.
Nýungar eru í boði á valgreinum fyrir 10. bekk en valgreinar hafa lækkað í rúmlega 7 tíma úr 12,5 tíma. Byrjendalæsi er 2ja ára þróunarverkefni sem skólin hefur gengið til samstarfs við Grenivíkurskóla og Álfaborg um og koma þeir fram við HA sem einn skóli.
Vinna þarf að endurskoðun skólanámskrár nú í byrjun skólaárs.
Skoða þarf gjaldskrármál með tilliti til skólavistunar. Einnig varðandi skólamötuneytið en þar þarf að búa til stefnu varðandi framboð á fæði, hvort fara skuli eftir stefnu Lýðheilsustöð.
Kanna þarf fyrirkomulag í matsal.
4. 1108008 - Framlenging samnings um skólaaksturs
Ákveðið hefur verið að framlengja þjónustusamning um skólaakstur fyrir nemendur Valsárskóla 2010-2011, skv. heimild í samnningnum sem gerður var fyrir skólaárið 2010-2011. Stefnt er að útboði fyrir næsta skólaár.
Fækkað hefur verið um 1 ferð í skólaakstrinum vegna breytingar á valfögum og verið er að skoða fækkun um 1 – 2 ferðir til viðbótar.
Skólanefnd mælir með að samningurinn verði framlengdur með tilliti til ofangreindra breytinga.
5. 1108003 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2011-2012
Sótt hefur verið um áframhaldandi námsvist utan sveitarfélags fyrir Rósberg Snæ Rögnuson sem sótt hefur nám í Þelamerkuskóla.
Skólanefnd mælir með að umsóknin verði samþykkt.
Fundi slitið kl. 15:40