Skólanefnd

12. fundur 09. nóvember 2011

Fundargerð
12. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, miðvikudaginn 9. nóvember 2011 kl. 16:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, Þóra Hjaltadóttir, Elísabet Ásgrímsdóttir, Arndís Sigurpálsdóttir, Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir, Einar Már Sigurðarson og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari.

Dagskrá:

1. 1111018 - Kosning Varaformanns skólanefndar
Samþykkt að Elísabet Ásgrímsdóttir verði varaformaður Skólanefndar.

2. 1111015 - Skipun staðgengils skólastjóra Valsárskóla
Samkvæmt reglugerð um skólastarf skal skólastjóri tilnefna staðgengil sinn. Skólastjóri lagði til að Helga Magnea Steinsson verði staðgengill hans en vegna tengsla bar hann þetta undir skólanefndina. Það var samþykkt og einnig mælst til að Einar Már ákveði hver verði til vara.

3. 1111016 - Nýtt fyrirkomulag eftirlits í mötuneyti Valsárskóla
Skólastjóri skýrði frá gæslu og fyrirkomulagi í mötuneyti á matmálstímum. Samþykkt að halda þessu fyrirkomulagi áfram.

4. 1111019 - Skólastarf í Valsárskóla
Einar Már sagði frá breytingum sem standa varðandi framboð í mötuneyti þar sem það er tengt við ráðleggingar Lýðheilsustofnunar. Í þessu sambandi var rætt um sykurneyslu skólabarna og hvernig nesti þeirra er samsett. Rætt um að auka framboð á ávöxtum. Ákveðið að kanna kostnað við slíkt og áhuga foreldra á slíku.Þróunarverkefni varðandi samruna 1. til 4.bekkjar og byrjendalæsi hafa tekið mestan tíma starfsfólks undanfarið. Skólastarfið hefur gengið vel þrátt fyrir fækkun í starfsliðinu. Sveitastjórn hefur samþykkt 2,5 milljónir til tölvukaupa og mun þetta stórauka og bæta tölvukennsluna.Rætt um samræmduprófin og þann mælikvarða sem þau eru á árangur nemenda.

5. 1111017 - Ný aðalnámsskrá og skólanámsskrá grunnskóla
Skólastjóri kynnti nýja aðalnámsskrá og skólanámskrá grunnskóla, ræddi og skýrði innihaldið. Kynnti einnig skólanámskrá og starfsáætlun Valsárskóla.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.