Skólanefnd

18. fundur 06. september 2012

Fundargerð
18. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 6. september 2012 kl. 17:15.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Sandra Einarsdóttir 2. varamaður, Starri Heiðmarsson áheyrnarfulltrúi, Einar Már Sigurðarson skólastjóri, Arndís Sigurpálsdóttir áheyrnarfulltrúi, Ragna Erlingsdóttir skólastjóri, Helga Stefanía Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi og Jóna Valdís Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.

Dagskrá:

1. 1205016 - Ráðningar í Valsárskóla fyrir skólaárið 2012-2013
Skólastjóri fer yfir ráðningarmál og mönnunarþörf í Valsárskóla veturinn 2012-2013.
Sjá næsta lið.

2. 1205017 - Starfsemi Valsárskóla skólaárið 2012-2013
Skólastjóri fór yfir horfur í starfsemi Valsárskóla á yfirstandandi skólaári, nemendafjölda, sérkennslu- og stuðningsþarfir nemenda o.þ.h.
Nemendur eru nú 46. Nýjir nemendur eru 9 talsins, þar af 4 í 1.bekk en hinir dreifast á aðra bekki. Vegna fjölgunar nemenda með sérþarfir, þarf að auka starfshlutfall Hörpu og Guðfinnu í 100% og auka stöðuhlutfall í stuðningi við nemendur. Rætt um endurnýjun á gardínum fyrir skólastofur og vistun.

3. 1209009 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Borist hefur umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir nemanda, vegna fyrirhugaðra flutninga til Akureyrar.
Formaður vék af fundi.Skólanefnd sér ekki forsendur til að verða við beiðninni.

4. 1209010 - Innheimta vangreiddra gjalda í skólum
Að undanförnu hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem gjöld í leikskóla, tónlistarskóla eða skólavistun eru í vanskilum en foreldrar halda áfram að nýta þjónustuna fyrir börn sín. Stjórnendur óska eftir afstöðu skólanefndar til þess til hvaða aðgerða eigi að grípa í slíkum tilvikum.
Skólanefnd mælir með að heimildir til uppsagna á þjónustu verði nýttar, ef um langvarandi vanefndir á greiðslum er að ræða. Skólanefnd leggur til að samdar verði verklagsreglur fyrir slíka innheimtu þar sem hlutverk skólastjórnenda verði skýrt.

5. 1209007 - Umsókn um undanþágu frá reglum um aldursmörk í leikskóla
Borist hefur erindi þar sem óskað eftir að barn verði tekið inn í leikskóla við 16 mánaða aldur í stað 18 eins og almennar reglur leikskólans kveða á um.
Skólanefnd getur ekki orðið við þessari beiðni vegna mönnunar á leikskólanum.

6. 1102016 - Innritunarreglur leikskóla
Áður á dagskrá á 15. fundi skólanefndar þann 16. apríl s.l.
Lögð fram drög að samræmdum starfsreglum leikskóla og vistunarsamningi. Sveitastjóra og skólastjóra Álfaborgar falið að ljúka vinnu við tillögurnar og leggja þær fyrir skólanefnd á næsta fundi.

7. 1209012 - Kirkjuskólinn*
Umræður um fyrirkomulag kirkjuskólans og samstarfs við þjóðkirkjunna. Ragna sagði að skiptar skoðanir væru meðal foreldra um Kirkjuskólann. Samþykkt að hætta starfsemi Kirkjuskólans innan veggja leikskólans.

8. 1209013 - Vinna við nýja skólanámsskrá Álfaborgar
Leikskólastjóri óskar eftir heimildum til að fjölga fundum starfsmanna utan vistunartíma leikskólabarna vegna námsskrárgerðar.
Skólanefnd leggur til að vinnufundum verði fjölgað um fjóra, 4ra stunda fundi fram til vors 2013.

9. 1206016 - Skóladagatal Álfaborgar 2012-2013
Áður á dagskrá á 17. fundi skólanefndar þann 26. júní s.l.Lögð fram tillaga að breyttu skóladagatali Álfaborgar, þar sem lagt er til að sumarlokun 2013 verði frá 8. júlí til og með 9. ágúst.
Skólanefnd samþykkir framlagða tillögu að skóladagatali.

10. 1209011 - Verklagsreglur í eineltismálum í Álfaborg
Leikskólastjóri óskar eftir umræðum um verklagsreglur og viðbrögð ef upp koma eineltismál í leikskóla og hugsanlega samræmingu verklagsreglna í skólum sveitarfélagsins.
Ragna lagði fram áætlun um verklagsreglur til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.

*Á fundinum var eingöngu fjallað um „kirkjuskólann“ í Leikskólanum Álfaborg. Ákvörðun nefndarinnar nær því ekki til samstarfs Valsárskóla við kirkjuna.