Fundargerð
19. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, þriðjudaginn 4. desember 2012 kl. 17:30.
Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Elísabet Ásgrímsdóttir aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson 1. varamaður, Sandra Einarsdóttir 2. varamaður, Einar Már Sigurðarson skólastjóri, Arndís Sigurpálsdóttir áheyrnarfulltrúi, Svala Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Kvam skólastjóri, Ragna Erlingsdóttir skólastjóri, Helga Stefanía Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi og Jóna Valdís Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sandra Einarsdóttir, varamaður.
Dagskrá:
1. 1212001 - Ráðning í afleysingar í Valsárskóla á vorönn 2013
Skólastjóri Valsárskóla kynnti tillögur að mönnun afleysingar fyrir grunnskólakennara í fæðingarorlofi á vorönn 2013.
Skólastjóra falið að finna lausn á afleysingarmálum sem fyrst. Skólanefnd leggur til að skólastjóri fái heimild til að ráða afleysingu frá áramótum út skólaárið 2012-2013.
2. 1209018 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013
Lögð fram til umsagnar drög að fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013.
Grunnskóli:
Farið var yfir hvað skólanefnd vill leggja fyrir fjárhagsáætlunargerð sveitarstjórnar. Þau atriði sem skólanefnd leggur til að skoðuð verði sérstaklega varðandi framkvæmdir og innkaup eru breytt aðkoma að skóla, leikskóla og skrifstofu, lýsing á leiksvæði við skóla, húsgögn í skólastofur, gólfið í Skála og eldhúsi, skilrúm í íþróttasal, ljósleiðari og server og öryggismyndavélar. Skólastjóri upplýsti um álit sem fengið var frá fagaðila varðandi gólf í Skála og mat hann gólfið ónýtt. Skólanefnd styður þær hugmyndir að halda svipaðri áætlun og undanfarin ár. Rætt var um að sameina bókasöfnin í hreppnum og lagðist það vel í fundarmenn, en ekki er mælt með að skólasafnið verði fært úr grunnskólanum.
Svala, Einar og Arndís viku af fundi. Helga Kvam kom inn á fund.
Tónlistarskóli:
Fjárhagsáætlun vegna tónlistarskóla er svipuð og á yfirstandandi fjárhagsári. Staða á hljóðfærum er góð. Gert verður ráð fyrir stundarkennslu áfram. Gera þarf ráð fyrir kaupum á skrifborði og meta hvort gert skuli ráð fyrir einhverjum kostnaði vegna flutnings tónlistarskóla.
Helga Kvam vék af fundi. Ragna, Helga og Jóna komu inn á fund.
Leikskóli:
Gert er ráð fyrir auknum launakostnaði milli ára vegna fjölgunar á starfsfólki þar sem börnum hefur fjölgað í leikskólanum. Skólanefnd leggur til að gert verði ráð fyrir leikskólakennara í 50% stöðuhlutfall til viðbótar við núverandi mönnun í fjárhagsáætlun, sbr. lið nr. 3 í fundargerðinni. Lagt er til að að sett verði skilrúm í Rjóður, málað, keypt ný uppþvottavél, fingurvarnir á hurðir, tölva í vinnuherbergi og ný tússtafla, gerðar endurbætur á vinnuherbergi starfsmanna, farið yfir brunaop, sett loftræsting í ræstiherbergi og farið yfir rakavandmál.
3. 1212002 - Ósk um heimild til ráðningar í Álfaborg vegna stuðnings
Leikskólastjóri óskaði eftir heimild til ráðningar í 50% stöðu vegna stuðnings við barn sem sótt hefur verið um leikskóladvöl fyrir.
Gögn frá tveimur fyrri leikskólum benda til þess að umrætt barn þurfi talsverðan stuðning. Skólastjóri vill láta reyna á hvernig barninu vegnar í skólastarfinu áður en ráðstafanir eru gerðar. Skólnefnd leggur til að skólastjóra verði veitt heimild til að bæta við leikskólakennara í allt að 50% stöðu, meti hann stöðuna þannig að þess þurfi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15.