Fundargerð
20. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í leikskólanum Álfaborg, mánudaginn 21. janúar 2013 kl. 17:15.
Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Elísabet Ásgrímsdóttir aðalmaður, Helga Stefanía Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi, Jóna Valdís Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.
Dagskrá:
1. 1301018 - Afleysingar í Álfaborg vorið 2013
Leikskólastjóri fer í tveggja mánaða veikindaleyfi í síðari hluta janúarmánaðar og leikskólakennari í 70% stöðu hefur óskað eftir leyfi frá störfum í um einn mánuð frá og með páskum. Bryndís Hafþórsdóttir, deildarstjóri, mun sinna stöðu leikskólastjóra á meðan. Sveitarstjóri og leikskólastjóri leggja til að ráðinn verði starfsmaður í tímabundnda stöðu í 51,25% starfshlutfall þann tíma sem leikskólastjóri er frá störfum og í 70% starfshlutfall þann tíma sem leikskólakennarinn er í leyfi.
Ekki er frágengin ráðning á starfsmanni í afleysingar en nefndin lýsir sig samála málsferðinni felur Rögnu og Jóni Hróa að ljúka málinu.
2. 1102016 - Innritunarreglur leikskóla
Lögð fram drög að innritunarreglum sem uppfærð hafa verið miðað við umræður á 18. fundi skólanefndar þann 6. september 2012.
Nefndin fór yfir drögin. Gerðar voru nokkrar orðalagsbreytingar og samþykkt vísað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.