Skólanefnd

21. fundur 08. apríl 2013

Fundargerð
21. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, mánudaginn 8. apríl 2013 kl. 17:00.
Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Ragna Erlingsdóttir skólastjóri, Einar Már Sigurðarson skólastjóri, Arndís Sigurpálsdóttir áheyrnarfulltrúi, Bryndís Hafþórsdóttir áheyrnarfulltrúi, Jóna Valdís Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi og Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.
Einar Már, Arndís og Dóra sátu fundinn undir liðum 1 og tvö í fundargerð sem áheyrnarfulltrúar. Ragna, Bryndís og Jóna sátu fundinn undir lið 3.

Dagskrá:

1. 1303022 - Trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarmálabók.

2. 1304008 - Skóladagatal Valsárskóla 2013-2014
Drög að skóladagatali Valsárskóla skólaárið 2013-2014 lögð fram til kynningar.

3. 1304002 - Umsókn um starf leikskólakennara
Borist hefur umsókn um starf frá leikskólakennara sem hyggst flytja í Svalbarðsstrandarhrepp. Leikskólinn er mannaður að fullu, en hlutfall leikskólakennara nær ekki því viðmiði sem sett er í 2. mgr. 9. gr. laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008.
Jón Hrói fór yfir málið þar sem kom fram að segja yrði upp ófaglærðum starfsmanni til að uppfylla lagaskyldu. Nefndin felur sveitastjóra og skólastjóra að kanna hlutfall faglærðra. Ef í ljós kemur að vöntun á faglærðum er meiri en eitt stöðugildi felur nefndin þeim að auglýsa strax eftir leikskólakennara.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.