Skólanefnd

22. fundur 21. maí 2013

Fundargerð

22. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 21. maí 2013 kl. 18:00.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Halldór Arinbjarnarson 2. varamaður, Ragna Erlingsdóttir leikskólastjóri, Bryndís Hafþórsdóttir áheyrnarfulltrúi, Jóna Valdís Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.


Dagskrá:

1. 1305017 - Skóladagatal Álfaborgar 2013-2014
Leikskólastjóri fór yfir drög að skóladagatali Álfaborgar fyrir skólaárið 2013-2014.
Rætt um starfsmannafundi og samþykkir nefndin fyrir sitt leyti óbreytt fyrirkomulag þannig að lokað verði vegna þeirra frá kl.12:00 - 16:00, eitt skipti á hvorri önn. Leikskólastjóri mun senda nánari dagsetningar og dagatalið verður tekið til afgreiðslu fljótlega.

2. 1304002 - Umsókn um starf leikskólakennara
Sveitarstjóri og leikskólastjóri hafa farið yfir hlutfall stöðugilda í kennslu og umönnun sem sinnt er af starfsmönnum með leikskólakennaramenntun. Niðurstaðan er 53,54%. Ráða þyrfti leikskólakennara í 72,22% stöðu í stað ófaglærðra til að ná viðmiðinu um 2/3 hluta sbr. 9. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Fyrirsjáanlegt er að starfsmaður í líku hlutfalli muni fara í fæðingarorlof eftir sumarlokun.
Nefndin samþykkir að auglýsa eftir leikskólakennara í 100% starf frá og með 12. ágúst n.k.

3. 1102016 - Innritunarreglur leikskóla
Lögð fram uppfærð drög að starfsreglum Leikskólans Álfaborgar. Áður á dagskrá á 20. fundi skólanefndar þann 21. janúar 2013.
Gerðar voru lítilsháttar breytingar drögunum. Skólanefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum, sjá fylgiskjal með fundargerð.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.