Skólanefnd

23. fundur 10. júní 2013

Fundargerð

23. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, mánudaginn 10. júní 2013 kl. 17:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Helga Kvam skólastjóri, Ragna Erlingsdóttir skólastjóri, Bryndís Hafþórsdóttir áheyrnarfulltrúi, Einar Már Sigurðarson skólastjóri, Arndís Sigurpálsdóttir áheyrnarfulltrúi, Svanbjört Brynja Bjarkadóttir áheyrnarfulltrúi, Svala Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.

Helga sat fundinn á meðan dagskrárliðir 1 og 2 voru ræddir. Ragna, Bryndís og Svanbjört sátu fundinn á meðan dagskrárliður 3 var ræddur og Einar, Arndís og Svala á meðan dagskrárliðir 4 - 7 voru ræddir.

Dagskrá:

1. 1306008 - Erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri
Í bréfi frá 4. júní 2013 óskar Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri eftir samstarfi við Svalbarðsstrandarhrepp vegna námsumsóknar Andra Geirs Helgasonar, sem sótt hefur um nám við skólann. Samstarfið myndi grundvallast á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um jöfnun á aðstöðumun nemenda frá 2011.
Áætlaður kostnaður við kennslu er 505 þkr., en hluti þess kostnaðar fæst greiddur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sbr. reglur á: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27263
Helga skólastjóri gerði grein fyrir málavöxtum, þar sem fram kom að Andri Geir hefur stundað nám í rytmískum gítarleik. Á þessum tímapunkti er Tónlistarskólinn á Akureyri eini skólinn sem getur sinnt samspilshluta aðalnámskrár í rytmísku tónlistarnámi. Skólanefnd leggur til að erindið verði samþykkt. Formaður skólanefndar sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.

2. 1306010 - Skóladagatal Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar
Lögð fram drög að skóladagatali Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar fyrir skólaárið 2013-2014.
Skólastjóri fór yfir skóladagatalið. Skólanefndin samþykkir dagatalið fyrir sitt leyti.

3. 1305017 - Skóladagatal Álfaborgar 2013-2014
Áður á dagskrá 22. fundar skólanefndar 21. maí 2013.
Lögð fram tillaga skólastjóra að skóladagatali leikskólans Álfaborgar.
Ragna lagði fram skóladagatalið sem skólanefndin samþykkir fyrir sitt leyti.

4. 1304008 - Skóladagatal Valsárskóla 2013-2014
Áður á dagskrá 21. fundar skólanefndar þann 8. apríl 2013.
Lögð fram tillaga skólastjóra að skóladagatali Valsárskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Námsmatsdagur í nóvember hefur verið færður fram um einn dag og liggur nú samhliða skipulagsdegi, í samræmi við umræður á fundum skólanefndar og skólaráðs.
Skólanefndin samþykkir framkomið skóladagatal.

5. 1306009 - Viðhald fasteigna í Valsárskóla 2013
Skólastjori Valsárskóla hefur óskað eftir umræðu um viðhaldsverkefni í Valsárskóla. Hann telur tímabært að skipta út gólfefnum í matsal og eldhúsi, auk þess sem mála þurfi skólastofur. Einnig gæti þurft að skipta út vatnslögnum í eldhúsi og kaffistofu kennara.
Skólastjóri gerði grein fyrir viðhaldsþörf í skólanum. Einar hefur fengið sérfróða menn til að meta ástand gólfanna í eldhúsi og matsal, en þeir mátu gólfefnið ónýtt. Áætlað verð á viðgerð er á bilinu 1.000.000 til 1.500.000. Skólanefnd samþykkir að fela Einari og Jóni Hróa að leita tilboða í málun á skólastofum og einnig að láta skoða vatnslagnir í skólanum. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í þessar framkvæmdir og vísar málinu til Sveitastjórnar.
Einar og Jón Hrói skýrðu frá stólakaupum sem kostuðu kr. 2.200.000.

6. 1306011 - Mönnun í Valsárskóla skólaárið 2013-2014
Edda Línberg Kristjánsdóttir hefur óskað eftir að snúa aftur til starfa skólaárið 2013-2014 í 50% stöðu íþróttakennara og vera áfram í ólaunuðu leyfi í 50% stöðuhlutfalli.
Einar skólastjóri skýrði frá því að Helga Magnea Steinsson hefði óskað eftir 50% launalausu leyfi til viðbótar við þegar veitt 50% námsleyfi. Einar vék af fundi meðan málefni Helgu voru rædd. Skólanefnd telur sig ekki geta orðið við óskum Helgu, vegna mikilvægi starfa hennar við skólann og þeirrar óvissu sem slíkt myndi skapa. Skólanefndin býður Eddu velkomna aftur til starfa en getur ekki orðið við beiðni hennar um launalaust leyfi.

7. 1303022 - Trúnaðarmál
Vísað til trúnaðarmálabókar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.