Skólanefnd

26. fundur 12. ágúst 2013

Fundargerð

26. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 12. ágúst 2013 kl. 17:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Arndís Sigurpálsdóttir áheyrnarfulltrúi, Svala Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri, Ragna Erlingsdóttir (leikskólastjóri) skólastjóri, Bryndís Hafþórsdóttir áheyrnarfulltrúi, Jóna Valdís Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.
Áheyrnarfulltrúar í málefnum Álfaborgar sátu fundinn á meðan umræða um liði 1 og 2 fóru fram. Áhernarfulltrúar í málefnum Valsárskóla sátu fundinn á meðan umræða fór fram um lið 3.

Dagskrá:


1. 1308006 - Mönnun leikskólans Álfaborgar 2013-14
Ragna Erlingsdóttir, leikskólastjóri mun verða í veikindaleyfi næstu mánuði. Ekki er vitað með vissu hversu langt leyfi hennar verður. Bryndís Hafþórsdóttir, deildarstjóri, mun taka að sér hlutverk leikskólastjóra í afleysingum, en manna þarf þá tíma á deild sem hún og Ragna hafa sinnt.
Ragna gerði grein fyrir sínum málum. Ekki er hægt að gera ráð fyrir henni til vinnu fyrr en á nýju ári. Rætt um mönnun næstu mánuðina, samþykkt að Jón Hrói og Bryndís hafi heimild til að ráða í allt að 100% stöðu umfram þá sem auglýst hefur verið. Skólanefndin óskar Rögnu alls hins besta.

2. 1308008 - Ósk um leikskóladvöl eftir flutning lögheimilis
Í tölvupósti sem barst sveitarstjóra í dag, mánudaginn 12. ágúst 2013, óskar Guðbjörg Lárusdóttir eftir áframhaldandi leikskóladvöl fyrir son sinn eftir að lögheimili fjölskyldunnar flyst úr sveitarfélaginu í ágúst.
Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna. Eiríkur H.Hauksson vék af fundi. Skólanefnd bendir umsækjanda á að sækja um greiðslur fyrir leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags til þess sveitarfélags sem fjölskyldan hyggst flytja til, sbr. leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiðslur fyrir leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags á vef sambandsins (http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/leikskoli/vidmidunarreglur-um-greidslur-vegna-leikskoladvalar-utan-logheimilissveitarfelags/).

3. 1308007 - Kynning á nýjum skólastjóra Valsárskóla og áherslum hans í skólastarfinu
Inga Sigrún Atladóttir, nýráðinn skólastjóri Valsárskóla kynnir sig og áherslur sínar í skólamálum.
Inga Sigrún kynnti hugmyndir um áætlun varðandi heilsueflingu, öryggisáætlun og áætlun um foreldrasamstarf. Unnið er að endurskoðun á námsskrá og ræddi Inga Sigrún um að leita samstarfs um innleiðingu við Akureyrarbæ. Þá ræddi Inga Sigrún um foreldrasamstarfið, þar sem Mentor verður notaður í auknum mæli.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.