Fundargerð
27. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, mánudaginn 11. nóvember 2013 kl. 17:15.
Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri, Arndís Sigurpálsdóttir áheyrnarfulltrúi og Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.
Dagskrá:
1. 1311013 - Forvarnaáætlun Valsárskóla
Inga Sigrún Atladóttir, skólastjóri Valsárskóla kynnir Forvarnaáætlun Valsárskóla, sbr. fylgiskjal en það má einnig finna á heimasíðu skólans.
2. 1311015 - Niðurstöður samræmdra prófa
Inga Sigrún fór yfir niðurstöður samræmdra prófa og lagði fram gögn til skýringar. Rætt var um fyrirgjöf í bókstöfum og skólastjóra falið að skoða málið.
3. 1311012 - Starfsmannamál í Valsárskóla 2013-2014
Inga Sigrún Atladóttir fer yfir mönnun í Valsárskóla veturinn 2013-2014.Ólafur Eggertsson, húsvörður hefur sagt starfi sínu lausu. Inga kynnti tillögu að tímabundinni mönnun stöðunnar og leggur skólanefnd til að tillögurnar verði samþykktar.
4. 1311014 - Stefna í málefnum bráðgerra barna
Inga Sigrún Atladóttir, skólastjóri Valsárskóla kynnti drög að stefnu í málefnum bráðgerra barna.
5. 1311011 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2014
Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Rætt um starfsmannamál fyrir næsta ár og samþykkt að stefna að skólanefndarfundi í byrjun desember þar sem teknar verða fyrir tillögur að fjárhagsáætlun Valsárskóla fyrir árið 2014.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40.