Skólanefnd

29. fundur 06. maí 2014

Fundargerð
29. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 6. maí 2014 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri, Helga Kvam skólastjóri, Jóna Valdís Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi, Bryndís Hafþórsdóttir skólastjóri, Ragna Erlingsdóttir skólastjóri, Arndís Sigurpálsdóttir áheyrnarfulltrúi og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.
Áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu það skólastig sem þeir eru áheyrnarfulltrúar fyrir.

Dagskrá:
1. 1405002 - Skipulag skólastarfs í Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar 2014-2015
Helga Kvam, skólastjóri Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar, kynnti drög að skóladagatali og fór yfir áætlanir um nemendafjölda og mönnunarþörf.
Á næsta skólaári stefnir í aukningu á nemendafjölda og þar með meiri mönnunarþörf. Nefndin leggur til að Helga skólastjóri athugi um möguleika á stundakennara, annað hvort á píanó eða í söngkennslu.

2. 1405001 - Skipulag skólastarfs í Valsárskóla 2014-2015
Inga Sigrún Atladóttir fór yfir drög að skóladagatali Valsárskóla fyrir skólaárið 2014-2015 og kynnti hugmyndir um breyttar áherslur í námi og kennslu.
Inga Sigrún fór yfir hugmyndir að endurskoðun á námskrá sem hefur það að markmiði að bæta kennslu og nýtingu á tíma nemenda. Einnig kom fram að kennsla í íslensku og stærðfræði verði amk 5 tímar á viku fyrir hvort fag. Öll fög í aðalnámsskrá er að finna í þemavinnunni. Valgreinar verða fyrir utan almenna kennslu, námskeið verði eftir kennslu á daginn.
Rætt var um starfsmanna mál og breytingar á starfslýsingu viðkomandi aðila.

3. 1405004 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2014-2015
Tekið á dagskrá með samþykki allra nefndarmanna.
Í umsókn frá 5. maí 2014 óskar foreldri nemanda sem sótt hefur nám í skóla á Akureyri, eftir því að Svalbarðsstrandarhreppur greiði fyrir áframhaldandi námsvist barnsins í skóla á Akureyri.
Samþykkt að taka málið á dagskrá. Nefndin leggur til að greiðslan fyrir námsvistina fyrir komandi skólaár verði samþykkt á grundvelli fyrirliggjandi gagna frá síðasta ári.

4. 1405003 - Skipulag skólastarfs í leikskólanum Álfaborg 2014-2015
Bryndís Hafþórsdóttir, starfandi skólastjóri leikskólans Álfaborgar fór yfir drög að skóladagatali leikskólans og áætlanir um nemendafjölda og mönnunarþörf.
Ragna og Bryndís kynntu drög að skóladagatali fyrir næsta skólaár. Skólanefnd leggur til að sumarlokunin sumarið 2015 verði frá 6 júlí til 10 ágúst. Áætlað er að nemendafjöldinn verði 25 sem þýðir óbreyttan starfsmannafjölda eða 5, miðað við fullt starf. Samkvæmt lögum um samsetningu starfsmanna þarf árlega að auglýsa stöðu leikskólakennara og felur nefndin skólastjóra og sveitarstjóra að annast málið.
Ragna skýrði stöðu sína og að hún stefnir á að koma til vinnu eftir sumarfrí.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.