Skólanefnd

2. fundur 13. ágúst 2014

2. fundur skólanefndar 2014-2018

Skólanefndarfundur haldinn í Ráðhúsinu 13.08.2014 kl.16:00

Mættir eru Þóra Hjaltadóttir, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, Sigurður Halldórsson,

Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla, Arndís Sigurpálsdótrtir fulltrúi kennara, Ragna Erlingsdóttir leikskólastjóri, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennana, Jóna Valdís Reynisdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskólans.

 

1. 1407015 - Leikskólinn Álfaborg.

a) Skóladagatal og skólastarfið framundan

Samþykkt að gera könnun meðal foreldra varðandi sumarfrídaga næsta sumars og fyrirhugaða fræðsluferð starfsmanna leikskólans á vordögum. Þegar könnun liggur fyrir verður skóladagatal lagt fyrir nefndina til samþykktar.

b) Barnafjöldi og mannaflaþörf

Jafnvægi er á milli barngilda og mannafla.

2. 1407016 – Valsárskóli - Innleiðing aðalnámskrár

a) Skólastjóri lagði fram námskrá Valsárskóla; Leiðtogasamfélagið – Forysta til framtíðar, til kynningar og umræðu. Nefndin samþykkir framlögð gögn fyrir sitt leyti. Skólastjóri mun upplýsa skólanefnd um gang áætlunarinnar reglulega.

b) Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna, Skólastefna Svalbarðsstrandarhrepps.

Samþykkt að fela skólastjórunum að taka saman drög að skólastefnu fyrir sveitarfélagið undir stjórn Ingu Sigrúnar Atladóttur.

3. 1407017 – Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar

Skólastjóri fór yfir málefni skólans, mönnun, nemendafjölda og aukið samstarf milli tónlistarskólans og skólanna.

Fundi slitið kl. 17:49