Skólanefnd

3. fundur 08. september 2014

Skólanefndarfundur haldinn í Valsárskóla 08.09.2014 kl.16:00

Mættir eru Þóra Hjaltadóttir, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, Sigurður Halldórsson,

Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Dóra Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra.

1. 1407025 – Umsókn um námsvist utan lögheimilis.

Fyrir var tekið erindi Frá Heiðu Hauksdóttur og Pétri Kelley varðandi námsvist barna þeirra, Kára og Veru utan lögheimilis sveitarfélags.

Fyrir fundinum lágu rökstuðningur foreldra með umsókn ásamt greinargerð skólastjóra Valsárskóla.

Heiða og Pétur mættu á fundinn og gerðu grein fyrir umsókninni.

Í umsókninni kemur ekki fram gagnrýni á skólastarfið. Því leggur nefndin til að erindinu verði hafnað og byggir ákvörðun sína á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

 

Fundi slitið kl. 17:15