Fundargerð
4. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 var haldinn í nýja ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 14. okt. 2014 kl. 16:30.
Mættir voru Þóra Hjaltadóttir, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir ritari, Sigurður Halldórsson,
Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Hrafndís Bára Einarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólans, Ragna Erlingsdóttir leikskólastjóri, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennana, Jóna Valdís Reynisdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskólans.
Dagskrá:
Almenn mál
1. 1407036 - Leikskólinn Álfaborg. Kl. 16:30
a) Skóladagatal og skólastarfið framundan.
Sumarlokun, utanlandsferð og afleysingarmál.
Leikskólastjóri skýrði frá starfsemi leikskólans, starfsmannahaldi og afleysingaþörf. Skólastjóri sagði erfitt að fá fólk til afleysinga en þörfin væri brýn.
Sumarlokun leikskólans rædd, skýr vilji foreldra um lokun í aðeins fjórar vikur í stað fimm kom fram í könnun á vegum leikskólans. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að sumarlokun verði fjórar vikur, frá 6. júlí til og með 3. ágúst á næsta ári og vísar því áfram til sveitastjórnar til frekari samþykktar.
Fyrirhuguð utanlandsferð starfsmanna leikskólans rædd, skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að ferðin verði farin og vísar því áfram til sveitastjórnar til samþykkis.
Skóladagatal verður lagt fram til samþykktar þegar fyrir liggur ákvörðun sveitastjórnar varðandi sumarlokun og utanlandsferð starfsfólks.
b) Umsókn um námsvist utan lögheimilis sveitarfélags.
Skólanefnd leggur til að sveitastjóri afli frekari gagna um þetta mál.
2. 1407037 – Valsárskóli. Kl. 17:30
Skólastarfið framundan.
Skólastjóri fór yfir innleiðingu skólastefnu Valsárskóla, uppbyggingastefnuna, þemanámið og leiðtogaþjálfunina.
Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með starfið.
3. 1407037 – Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar. Kl. 18:15
Hugsanlegt verkfall og skólastarfið framundan.
Skólastjóri fór yfir stöðuna vegna yfirvofandi verkfalls tónlistarkennara innan FT. Verkfallið nær ekki yfir skólastjórn aðeins kennslu.
Skólanefnd leggur til að ef til verkfalls kemur og það standi lengur en tvær vikur verði skólagjöld endurgreidd hlutfallslega.
Skólanefnd leggur til við sveitastjórn, að send verði áskorun á viðkomandi samninganefndir að þær komist að niðurstöðu sem allra fyrst svo ekki komi til verkfalls.
4. 1407038 – Skólastefna Svalbarðsstrandarhrepps.
Skólanefnd mælir með því við sveitastjórn að skólastefnan verði samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:55