Skólanefnd

7. fundur 10. mars 2015

7. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í nýja ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 10. mars. 2015 kl. 16:15.

Mættir voru Þóra Hjaltadóttir formaður, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir ritari, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Hrafndís Bára Einarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólans, Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskólans, Ragna Erlingsdóttir skólastjóri Álfaborgar, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Jóna Valdís Reynisdóttir fulltrúi foreldra.

Fundargerð ritaði: Þóra Guðrún Hjaltadóttir

 

Dagskrá:

Almenn mál

1. 1407098 Leikskólinn Álfaborg. Kl. 16:15

Staða mála

Ragna kynnti ferð starfsmanna til Brighton sem farin verður 19 apríl nk. Guðmundur Ármann verður á leikskólanum í þrjá daga, þar sem stefnt er að gerð verka fyrir Safnasafnið. Unnið er með hráefni úr fjörunni. Í síðustu viku var haldinn þýskur dagur og næsta föstudag verður franskur dagur. Einnig verður pólskur dagur haldinn, en þetta er gert til þess að börn ættuð frá þessum löndum geti kynnt sitt land og börnin fái innsýn í menningu annarra þjóða. Brunaæfing var haldin þriðjudaginn 24 febrúar og einnig var haldinn starfsmannafundur á Slökkvistöðinni. Jafnréttisáætlun fyrir leikskólann hefur verið skilað. Ragna lagði fram drög að nýrri námskrá sem verður kynnt á stjórnarfundi foreldrafélagsins. Eftir að foreldrafélagið hefur sagt sína skoðun verður námskráin lögð fyrir skólanefndina. Ragna er langt komin með starfsmannaviðtöl, starfsmenn eru sammála um að þessi vetur hefur verið erfiður á margan hátt.

 

1407096 Valsárskóli. Kl. 16:58

a) Staða mála

Vinna við innleiðingu á leiðtogasamfélaginu hefur gengið vel. Áfram verður haldið með þemavinnu en þá með meiri kennslu og að leggja meiri áherslu á heimalestur. Einnig hafa komið fram óskir frá eldri nemendum um að lögð verði meiri áherslu á smíðar,handmennt og textílvinnu.

b) Niðustöður eineltisathugunar í Valsárskóla

Í lok febrúar komu niðurstöður úr Olveusarkönnuninni sem gerð var fyrir áramót, þar sem kemur fram að mikill meirhluti nemenda vill hjálpa öðrum en aðeins um helmingur getur sýnt hjálpsemi vegna m.a. álits annarra. Lögð er áhersla á uppfræðslu og umræður með hliðsjón af niðurstöðu könnunarinnar.

c) 1407095 Samstarf Valsárskóla og kirkjunnar – Erindi frá Starra Heiðmarssyni

Í þessu sambandi vill Inga Sigrún skólastjóri biðjast afsökunar á því að hafa gefið upp persónulegar upplýsingar um nemendur skólans. Skólastjóri gerir sér grein fyrir því að sú ákvörðun var misráðin og telur öruggt að slíkt gerist ekki aftur.

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeinandi reglur um samskipti skóla og kirkju sem Valsárskóli fer eftir.

Í námskrá íslenska menntakerfisins eru ákvæði um trúarbragða- og samfélagsfræði en þessi samskipti eru í raun hjálpartæki í þeirri kennslu.

Samþykkt að Inga Sigrún sendi reglur Menntamálaráðuneytisins til skólanefndar ásamt ágripi um samstarf skóla og kirkju. Nefndin mun taka þetta mál frekari umfjöllunar.

d) Eldhúsið

Gagngerar endurbætur munu fara fram á eldhúsinu í sumar.

Varðandi fyrirspurn vegna; næringargildis og hollustu, fjölbreytileika matar; framreiðslu matar og að lokum frágangs og geymslu matar. Ákveðið var að fara í heildarathugun á þessu máli og

niðurstaða hennar verði lögð fyrir næsta fund.

Einnig kom fram að gert verður við sturtuklefana í sundlauginni og á verkinu að vera lokið fyrir páska.

e) Skóladagatal 2015-2016

Skóladagatalið lagt fram til kynningar

3. 1407097 Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar. Kl. 18:00

a) Staða mála

Í skólanum eru 29 nemendur, 36 einstaklingsnámskrár.

Skrautnótu tónleikar verða 25 mars í Tónlistarskólanum.

Tónlistarskólinn mun fá viðurkenningargrip Nótunnar í ár þar sem í skólanum er óvenju hátt hlutfall barna á grunnskólaaldri.

Vegna samæfinga 16 – 20 mars fór Helga fram á aukna fjárveitingu vegna yfirvinnu sem nefndin leggur til að verði samþykkt.

Vorverkefnið verður upptaka fyrir geisladisk dagana 16 til 22 apríl, en vinnan við það verður metin til umsagna og lokaeinkunna.

Kostnaður vegna þessa mun koma út svipað og 2 prófadagar eins og verið hefur.

Vortónleikarnir verða 13 maí.

Helga kynnti nýjungar í kennslutækni

b) Flautuhátíð í Reykjavík

Einn nemandi hefur sótt um að fara á hátíðina, Sveindís Marý Sveinsdóttir. Elísabet vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Nefndin leggur til að Sveindísi verði veittur ferðastyrkur að upphæð kr. 15.000.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:00