Skólanefnd

11. fundur 25. nóvember 2015

11. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 25.11.2015 kl. 15:00.

Mættir voru Þóra Hjaltadóttir formaður, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir ritari, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla / Álfaborgar, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskólans, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Jóna Valdís Reynisdóttir fulltrúi foreldra leikskólans, Svanbjört Brynja Bjarkadóttir fulltrúi foreldra grunnskólans og Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir áheyrnarfulltrúi kennara Tónlistarskólans

Fundargerð ritaði: Elísabet Ásgrímsdóttir

 

Dagskrá:

Almenn mál

1.

Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar Kl. 15:00

 

a) Staða mála.

Nemendur taka þátt í fjölbreyttri dagskrá í desember, undirbúningur fyrir jólatónleika og dagskrá tengdri jólum eru í fullum gangi.

b) 1407196 Húsnæðismál Tónlistarskólans.

Tónlistarskólinn óskar eftir að húsnæði hans verði flutt í smíðastofu og smíðastofan í núverandi húsnæði Tónlistarskólans.

Skólanefnd leggur til að skoðað verði að öll handmennt/smíðar verði flutt í suðurenda Valsárskóla og Tónlistarskólinn fái þau rými sem handmennt og smíðar eru í núna, með fyrirvara á rými undir ungbarnadeild við Álfaborg/Valsárskóla.

c) Fjárhagsáætlun 2016.

Skólanefndn fagnar því að Tónlistarskólinn er á áætlun fyrir utan launaliðinn sem eðlilegt er miðað við fjölgun nemenda.

 

2. Valsárskóli / Álfaborg Kl. 16:00

a) Staða mála.

Vel hefur gengið hvað sameininguna varðar, starfsmenn leggja sig alla fram og sameiginleg verkefni ganga vel og eru í stöðugri endurskoðun.

b) 1407196 Húsnæðismál Tónlistarskólans.

Skólanefnd vísar í b lið fundargerðar Tónlistarskólans.

Bókun: Inga Sigrún skólastjóri er mótfallin tillögu skólanefndar um flutning handmenntastofu og leggur til að beiðni Tónlistarskólans verði samþykkt óbreytt.

c) 1407197 Erindi dags. 10.11.2015 frá Ingu Sigrúnu Atladóttir fyrir hönd

Valsárskóla / Álfaborgar. Í erindinu er fjallað um þá hugmynd að gefa

sameinuðum skóla nýtt nafn.

Skólanefnd leggur til að beðið verði með nafnabreytingu meðan reynsla fæst af sameiningunni.

d) 1407203 Beiðni um undanþágur frá 18 mánaða reglunni.

Skólanefnd leggur til að beiðnirnar verði samþykktar.

e) Tillaga skólastjóra um lokun Álfaborgar milli jóla og nýárs

Skólanefnd leggur til að þetta verði skoðað fyrir 1. apríl vegna hátíðanna 2016.

f) Stefna skólans í kennslu í kristnumfræðum

Skólanefnd lýsir sig samþykka stefnu skólans í kennslu samfélagsgreina.

 

g) Fjárhagsáætlun

Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með að það lítur út fyrir að niðurstöður ársins verði í samræmi við fjárhagsáætlun þegar tekið er tilliti til launahækkana á árinu.

 

Fundi lokið kl. 18:15