Skólanefnd

12. fundur 12. maí 2016

12. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 12.04.2016 kl. 16:15.

Mættir voru Þóra Hjaltadóttir formaður, Elín Svava Ingvarsdóttir varamaður, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla / Álfaborgar, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskólans, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Jóna Valdís Reynisdóttir fulltrúi foreldra leikskólans og Svanbjört Bjarkadóttir fulltrúi foreldra grunnskólans.

Fundargerð ritaði: Eiríkur H. Hauksson

Dagskrá:

Almenn mál

1.

Valsárskóli / Álfaborg Kl. 16:15

.

a) Staða mála.

Skólastjóri fór yfir stöðu mála. Nýbúið er að auglýsa eftir leikskólakennara og matráð. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Fram kom að nokkrar umsóknir eru þegar komnar. Annars gengur skólastarfið vel.

b) 1407196 Húsnæðismál Tónlistarskólans.

Tölverðar umræður voru um tillögurnar tvær en Inga Sigrún skólastjóri mælir eindregið með að tillaga 1 verði fyrir valinu og hafnar tillögu 2.

c) 1407236 Trúnaðarmál.

 

2. Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar Kl. 17:45

a) Staða mála.

Helga skólastjóri fór yfir stöðu mála en það er mikið um að vera í Tónlistarskólanum þessa dagana. Prófin eru byrjuð og vortónleikarnir verða

30. apríl næstkomandi.

 

b) 1407196 Húsnæðismál Tónlistarskólans.

Helga fór yfir kosti og galla við tillögu 1 og 2. Hennar skoðun er að tillaga 2 henti Tónlistarskólanum betur þar sem öll starfssemi yrði á einni hæð.

Skólanefnd telur báðar tillögurnar uppfylla þarfir Tónlistarskólans en ef tekið er tillit til framtíðarsýnar varðandi, til dæmis stofnunar ungbarnaleikskóla, er tillaga 1 hentugri.

c) 1407236 Trúnaðarmál.

Fundi lokið kl. 19:40