13. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 10.05.2016 kl. 16:30.
Mættir voru Þóra Hjaltadóttir formaður, Elín Svava Ingvarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla / Álfaborgar, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskólans, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Jóna Valdís Reynisdóttir fulltrúi foreldra leikskólans.
Fundargerð ritaði: Elín Svava Ingvarsdóttir
Dagskrá:
Almenn mál |
|
1. |
Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar Kl. 16:30 |
|
a) Staða mála: Miðað við umsóknir verður fjölgun nemenda á næsta skólaári. Skólinn er ágætlega settur hljóðfæralega séð ásamt tækjabúnaði.
|
|
b) Helga Kvam, skólastjóri tónlistarskólans, hefur sagt starfi sínu lausu. Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að allir skólar sveitarfélagsins verði sameinaðir undir eina stjórn. Mikilvægt er að fara strax í að auglýsa eftir starfsfólki.
|
2. Valsárskóli / Álfaborg Kl. 17:00
a) Staða mála: Inga sagði að verið væri að klára vetrarstarfið, Mikill tími hefur farið í ráðningarmál og starfsmannaviðtöl undanfarna daga. Fólk hefur verið almennt jákvætt gagnvart þeim breytingum sem orðið hafa á starfinu og gagnvart framtíðinni.
Auglýst var eftir kennara í leikskólann og sóttu 11 um, einnig var auglýst eftir matráði, 2 sóttu um.
Ákveðið hefur verið að hætta þemanámi frá og með 7unda bekk og setja inn í þess stað samfélagsfræði og náttúrufræði. Auka á áherslu á list og verkgreinar líka.
b) Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Umsókn liggur fyrir um að barn, fætt 2001 komi hingað skólaárið 2016-2017. Inga mælir með þessu og skólanefnd samþykkir fyrir sitt leiti.
c) Ungbarnaleikskóli: Inga leggur til að stofnuð verði ungbarnadeild við leikskólann.
hún metur það svo að bæta þyrfti við 1 leikskólakennara við leikskólann vegna þessa.
Undirbúningur þyrfti ekki að vera mikill, breyta þarf handavinnustofu sem er á leikskólanum til að sinna þessu. Startkostnaður ætti ekki að þurfa að vera meiri en ca half milljón. Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að þetta verði samþykkt.
d) Starfsmannamál: Skólanefnd mælir með að ráðinn verði einn leikskólakennari og einn grunnskólakennari miðað við að sett verði á stofn ungbarnadeild við leikskólann. Viðbótarkostnaður við þessa tillögu fæli ekki í sér útgjaldaaukningu sem næmi þessum tveimur stöðugildum, samkv. meðfylgjandi minnisblaði.
Fundi lokið kl. 19:05