Skólanefnd

14. fundur 07. júní 2016

14. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 07.06.2016 kl. 17:30.

Mættir voru Þóra Hjaltadóttir formaður, Elín Svava Ingvarsdóttir varamaður, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla / Álfaborgar, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Jóna Valdís Reynisdóttir fulltrúi foreldra leikskólans og Svanbjört Bjarkadóttir fulltrúi foreldra grunnskólans.

Fundargerð ritaði: Elín Svava Ingvarsdóttir

Dagskrá:

Almenn mál 1407256F

Grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli.

a) Staða mála: Ráðningarmálin eru að verða frágengin. Vel hefur gengið að koma tónlistarskólanum inn í sameinað kerfi. Í leikskólanum er enn verið að slípa saman hluti en allt á góðri leið.

b) 1407196 Húsnæðismál Tónlistarskólans. Nægt rými er fyrir vinnusvæði kennara en það þarf að setja upp fellivegg og hurð í kennslustofu niðri.

c) Ráðningar við tónlistardeild, Tiiu Laur hefur verið ráðin deildarstjóri tónlistarskóla. Búið er að manna kennslu á öll hljóðfæri og tryggja að allir nemendur sem voru í námi geta haldið áfram. Ákveðið er að bjóða upp á kynningu á nýju starfsfólki og fyrirkomulagi náms í tónlistarskólanum 15. ágúst.

d) Ráðningar í Álfaborg/Valsárskóla – framhald frá síðasta fundi.

Minnisblað skólastjóra vegna óska um að ráða grunnskólakennara í afleysingastöðu við grunnskólann lagt fram. Ný útgáfa minnisblaðsins kynnt með sundurliðaðri fjarveru og forföllum starfsfólks grunn- og leikskóla. Tillaga skólanefndar frá síðasta fundi varðandi tillögu 2 stendur.

e) Ungbarnaleikskóli. Skólanefnd samþykkir með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar tillögu Ingu Sigrúnar að ungbarnaleikskóli hefjist 1. september næstkomandi.

f) Skóladagatal lagt fram til staðfestingar. Skólanefnd samþykkir dagatalið fyrir sitt leyti.

Minnisblað vegna óska skólastjóra um að loka leikskólanum milli jóla og nýjárs lagt fram til umræðu. Inga leggur fram greinargerð varðandi lokun leikskólans milli jóla og nýárs. Rafræn könnun var gerð í maí og innan við 50% foreldra var á fygljandi lokun. Í ljósi þessa finnst Ingu að ekki eigi að stefna að þessari lokun að sinni.
Tillaga kemur frá áheyrnarfulltrúum forelda hvort að vistun geti verið í boði í grunnskólanum fyrir yngstu nemendurna á viðtals- og starfsdögum. Skólanefnd leggur til að þetta verði samþykkt að undanskyldum sameiginlegum starfsdögum grunn- og leikskóla.

g) Umræða um erindi dags. 23. apríl frá Fanneyju Snjólaugardóttur, en þar útskýrir hún af hverju hún sækist ekki eftir áframhaldandi starfi sem tónlistarkennari.
Inga Sigrún óskar eftir því að formleg rannsókn fari fram á þeim atriðum sem fram koma í bréfinu. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að sú rannsókn fari fram.

Fundi lokið kl. 19:10