Skólanefnd

16. fundur 22. nóvember 2016

16. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 22.11.2016 kl. 16:15.

Mættir voru, Elísabet Ásgrímsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Elín Svava Ingvarsdóttir varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla / Álfaborgar, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Helgi Tryggvason fulltrúi grunnskólakennara, Tiiu Laur fulltrúi tónlistarkennara, Gunnar Gíslason ráðgjafi, Kristján Árnason fulltrúi foreldra grunnskólans og Hjalti Guðmundsson fulltrúi foreldra leikskólans.

Fundargerð ritaði: Elín Svava Ingvarsdóttir
Sigurður Halldórsson stýrði fundi þar sem formaður hafði tilkynnt um veikindi.

Dagskrá:

Valsárskóli / Álfaborg Kl. 16:15

a) Úttekt á rekstri Valsárskóla – Gunnar Gíslason fer yfir. Skólanefnd hvetur til að skýrslan sé skoðuð með gagnrýnum huga og nýtt sem tæki til að gera betur þar sem hægt er.

b) Staða mála. Tiiu Laur er ánægð með stöðu tónlistardeildarinnar, það hefur orðið nokkur nýliðun í nemendahópnum en nemendafjöldinn hefur haldist frá fyrra ári. Eins hefur tekist vel til með breytingar á kennurum.

Inga fór yfir hugmynd um að stytta “jólaþemavikurna” tvær. Þetta er breyting á skóladagatali sem skólanefnd gerir ekki athugasemd við. Annars gengið almennt vel, viðhorf starfsfólks gagnvart breytingunum á uppleið.

c) Óskir frá skóla vegna fjárhagsáætlunar.
Skólanefnd gerir ekki athugasemdir, tekur þó undir að þörf sé á að klára ungbarnadeildina og leggur til að þessum óskum verði forgangsraðað eftir þörf.
Varðandi útiskólasvæði: Skólanefnd hvetur til stuðnings við útiskólastarfið og leggur jafnframt til að fundinn verður vettvangur til samstarfs allra hlutaðeigandi að reitnum sjálfum og svæðisins þar fyrir neðan um heildarskipulag sem gagnast geti öllum.

 

 

Fundi lokið kl. 18:18