Skólanefnd

17. fundur 15. febrúar 2017

17. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 15.05.2017 kl. 16:15.

Mættir voru, Elísabet Ásgrímsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Elín Svava Ingvarsdóttir varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla / Álfaborgar, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara og Kristján Árnason fulltrúi foreldra grunnskólans.

Fundargerð ritaði: Elín Svava Ingvarsdóttir
Sigurður Halldórsson stýrði fundi í fjarveru formanns

Dagskrá:

Valsárskóli / Álfaborg Kl. 16:15

a) Staða mála. Inga Sigrún fór yfir. Ráðið verður í 20% stöðu námsráðgjafa fyrir næsta skólaár. Svala Einarsdóttur verður ráðin í afleysingu til 1 árs 100% sem umsjónarkennari 5-7 bekkjar og stefnt að fastráðningu Maríu Bergvinsdóttur. Allir kennarar tónlistarskólans halda áfram og bætt verður við kennslu á bassa. Nemendafjöldi þar hefur haldist. Breytingar fara af stað við ungbarnadeildina nú þegar leikskólinn lokar í sumar.

b) Skóladagatal 2017 – 2018: Lögð fram drög. Rætt að fækka viðtalsdögum í grunnskóla úr 5 í 2 og skólanefnd leggst ekki gegn því. Endanlegt skóladagatal samþykkt á næsta fundi.

 

Fundi lokið kl. 18:00