Skólanefnd

18. fundur 21. júní 2017

18. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 21.06.2017 kl. 16:15.

Mættir voru, Elísabet Ásgrímsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Elín Svava Ingvarsdóttir varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla / Álfaborgar, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara, og Kristján Árnason fulltrúi foreldra grunnskólans.

Fundargerð ritaði: Elín Svava Ingvarsdóttir
Sigurður Halldórsson stýrði fundi í fjarveru formanns

Dagskrá:

Valsárskóli / Álfaborg Kl. 16:15

a) Staða mála. Inga fór yfir stöðu mála sem er góð. Ungbarnaleikskólinn hefur gengið vel, komið 1 ár. Tónlistardeildin er að ganga vel.

b)
Skóladagatal 2017 – 2018. Umræða um skóladagatal og Inga sendir breytt skóladagatal til skólanefndar.

c) Bókun 1. Aðgerð vegna bókunar 1 í kjarasamningi grunnskólakennara er lokið, umbótaáætlun er klár og skólastjóra falin framkvæmd hennar.

d) Samningur um námsráðgjöf. Skólanefnd kynntur samningurinn og skólanefnd fagnar því að þessi mál séu komin í farsælan farveg.

 

Fundi lokið kl. 17:35